Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 12. október 2020 16:42
Elvar Geir Magnússon
Tveir Spánverjar yfirgefa Fáskrúðsfirðinga
David Fernandez Hidalgo.
David Fernandez Hidalgo.
Mynd: Raggi Óla
Spænsku sóknarleikmennirnir David Fernandez Hidalgo og Daniel
Garcia Blanco hafa yfirgefið Leikni Fáskrúðsfjörð en félagið tilkynnir þetta á Twitter síðu sinni.

„David skapaði mörg færi, lagði upp mörk og skoraði eitt mark. Góður karakter og óskum við honum alls hins besta. Garci er einnig farinn og spilar ekki meira. Garci skoraði tvö mörk og vann vel fyrir liðið í þeim leikjum sem hann spilaði," segja Leiknismenn á Twitter.

Leiknir Fáskrúðsfirði er í neðsta sæti Lengjudeildarinnar þegar tvær umferðir eru eftir en á enn möguleika á að halda sæti sínu. Liðið er með jafnmörg stig og Magni og Þróttur sem eru í sætunum fyrir ofan.

Óvíst er hvort og hvenær Lengjudeildin fer aftur af stað en margir erlendir leikmenn í deildinni hafa verið að yfirgefa landið og munu því ekki klára mótið.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner