Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 12. október 2021 12:00
Elvar Geir Magnússon
Börsungar blanda sér í baráttu við Man Utd um Kessie
Franck Kessie.
Franck Kessie.
Mynd: Getty Images
Barcelona mun reyna að fá Franck Kessie, miðjumann AC Milan. Manchester United hefur sýnt þessum 24 ára leikmanni áhuga á undanförnum vikum.

Kessie virðist ekki vera að færast neitt nær því að komast að samkomulagi við AC Milan um nýjan samning.

Börsungar eru í miklum fjárhagsörðugleikum en vonast til þess að geta fengið Kessie á frjálsri sölu næsta sumar, samkvæmt frétt Mundo Deportivo.

Kessie má ræða og semja við annað félag frá og með janúar. Barcelona vill fá miðjumann en félaginu mistókst að landa Georginio Wijnaldum í síðasta glugga, hann fór í staðinn til PSG.

Stefano Pioli, stjóri AC Milan, hefur sagt að hann leggi mikla áherslu á að Kessie fari ekki.

„Auðvitað vona ég að Kessie skrifi undir. Viðræðurnar eru í höndum félagsins og umboðsmanns hans. Ég ræði bara við Kessie um það sem á sér stað innan vallar," segir Pioli.
Athugasemdir
banner
banner
banner