Amorim bíður eftir leyfi - Nkunku og fleiri orðaðir við Man Utd - Endo eftirsóttur
   lau 12. október 2024 09:30
Brynjar Ingi Erluson
Balotelli ýjar að því að hann sé á leið aftur í Seríu A - „Farðu til fjandans“
Mynd: Getty Images
Ítalski sóknarmaðurinn Mario Balotelli hefur ýjað að því að hann sé að snúa aftur í ítalska boltann.

Balotelli er 34 ára gamall og spilaði síðast með Brescia í Seríu A fyrir fjórum árum.

Síðustu ár hefur hann spilað í Sviss og Tyrklandi, en síðast var hann á mála hjá Adana Demirspor.

Eftir síðustu leiktíð yfirgaf hann félagið en hann hefur verið orðaður við Genoa á Ítalíu og gaf hann sterklega í skyn að hann væri á leið aftur heim en þó með mjög áhugaverðum hætti.

Twitch-stjarnan Enerix var með Balotelli, Emiliano Viviano og Radja Nainggolan í streymi sínu. Enerix sagði þar að hann tæki finnska landsliðsmanninn Joel Pohjanpalo fram yfir Balotelli, en Pohjanpalo hefur verið öflugur með Íslendingaliði Venezia síðustu ár.

„Hvað í andskotanum ertu að segja?“ spurði Balotelli, en Enerix tók það sérstaklega fram að góður árangur Balotelli síðustu ár hafi ekki verið í Seríu A og því ekki tekið með inn í dæmið.

„Telur það ekki af því ég var ekki í Seríu A? Þú og Sería A megið fara til fjandans. Ég lofa þér því að ég mun rústa Seríu A þegar ég skrifa undir. Ég mun rústa þessari deild,“ sagði Balotelli í streyminu.

Balotelli á 52 mörk í 141 leik sínum í Seríu A með Inter, Milan og Brescia.
Athugasemdir
banner
banner