Mohamed Salah er þriðji leikmaður Liverpool sem hefur dregið sig úr landsliðshópi sínum í landsliðsglugganum sem er í fullum gangi.
Virgil van Dijk fékk rautt spjald með hollenska landsliðinu í jafntefli gegn Ungverjalandi og Curtis Jones yfirgaf herbúðir enska landsliðsins af persónulegum ástæðum.
Salah skoraði í 2-0 sigri á Máritínu í undankeppni Afríkukeppninnar í gær en liðin mætast aftur á þriðjudaginn.
Liverpool hefur hins vegar ákveðið að kalla hann til baka en ekki kemur fram að um meiðsli sé að ræða. Það eru gríðarlega margir og mikilvægir leikir hjá liðinu framundan svo félagið vill halda mikilvægum mönnum ferskum.
Landsliðsþjálfari Egypta talaði um það eftir leikinn í gær að hann hafi gefið Salah leyfi að hvíla í seinni leiknum. Þá kvartaði hann undan því að leikmenn Máritínu hafi verið grófir.