Útvarpsþátturinn Fótbolti.net er á X977 á laugardögum milli 12 og 14. Í þættinum í dag fá Tómas Þór, Benedikt Bóas og Valur Gunnarsson til sín góða gesti.
Farið verður yfir 2 - 2 jafntefli Íslands og Wales í gærkvöldi útfrá öllum vinklum.
Þorvaldur Örlygsson formaður KSÍ mætir í settið og það sama gerir stjarna gærkvöldsins, Logi Tómasson sem skoraði bæði mörk Íslands. Með honum verður framherjinn magnaði Orri Steinn Óskarsson sem átti góðan leik í gærkvöldi.
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net er á X-inu alla laugardaga kl. 12-14. Umsjónarmenn þáttarins eru Tómas Þór Þórðarson og Elvar Geir Magnússon. Hægt er að finna þá á X samfélagsmiðlinum undir @tomthordarson og @elvargeir.
Smelltu hér til að hlusta á upptökur úr eldri þáttum.
Þú getur hlustað á X-ið á netinu með því að smella hérna
Athugasemdir