Man Utd vill Vlahovic - Al Nassr vill Casemiro - Real Madrid vill Van de ven
Venni: Get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   mið 12. nóvember 2014 22:36
Magnús Már Einarsson
skrifar frá Brussel
Hörður Björgvin: Januzaj gaf mér olnbogaskot
Icelandair
Hörður Björgvin Magnússon.
Hörður Björgvin Magnússon.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hörður Björgvin Magnússon spilaði sinn fyrsta landsleik í kvöld þegar Ísland tapaði 3-1 gegn Belgíu í vináttuleik.

Þessi varnarmaður Cesena, sem er á láni frá Juventus, spilaði allan leikinn og stóð sig vel. Hann var ánægður með byrjunina þrátt fyrir tap.

,,Þetta var bara mjög gaman og náttúrulega mjög erfitt, en gott að fá þetta í reynslubankann," sagði Hörður Björgvin við Fótbolta.net.

,,Þetta var góð frammistaða hjá liðinu og mér fannst ég spila persónulega nokkuð vel."

,,Við fengum nokkur færi í fyrri hálfleik en mér fannst við detta nokkuð niður í seinni. Við fengum nokkur færi þar líka en náðum ekki að nýta þau."

,,Þetta er bara eins og hver annar leikur, þeir eru náttúrulega mjög erfiðir og mjög snöggir. Í seinni hálfleik kom einn stór og fljótur, en ég held ég kunni betur við það. Það var fínt."


Aukaspyrna var dæmd á Hörð Björgvin þegar Eden Hazard fór ansi auðveldlega niður í fyrri hálfleik. Þá fékk Adnan Januzaj dæmda á sig aukaspyrnu fyrir að fara með hendurnar í andlitið á Herði.

,,Ég bara rétt snerti Hazard og hann flaug niður bara. Og Januzaj gaf mér olnbogaskot. Hann sagði að hann hefði ekki gefið mér neitt, hann reif einhvern kjaft þarna. Hann sneri sér við og fór með hendurnar í loftið og fór í andlitið á mér, og ég fór bara beint niður til að fá aukaspyrnuna."

,,Ég held að hann hafi sagt að þetta væri ekkert, "stattu upp" og svona."

Athugasemdir
banner