Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 12. nóvember 2019 18:30
Magnús Már Einarsson
Trippier: Allir kalla mig Rooney
Mynd: Getty Images
Kieran Trippier, hægri bakvörður Atletico Madrid, er kallaður Rooney af öllum hjá félaginu.

Um er að ræða gælunafn sem kemur frá Diego Costa, framherja Atletico Madrid. Costa ákvað að byrja að kalla Trippier í höfuðið á Wayne Rooney.

„Hann kallar mig þetta því þetta er fyrsta enska nafnið sem kom upp í huga hans," sagði Trippier.

„Hvert sem ég fer þá öskruðu þeir Rooney. Þegar ég hita upp þá voru allir áhorfendur að öskra það. Allir. Þetta er Diego að þakka."

Trippier fór frá Tottenham til Atletico og hann er hæstánægður á Spáni. „Ég er að njóta þess að spila fótbolta aftur," sagði Trippier.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner