Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fim 12. nóvember 2020 10:30
Magnús Már Einarsson
Albert Guðmunds: Þurfum bara eitt færi
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Albert Guðmundsson, sóknarmaður íslenska landsliðsins, segir í stuttu viðtali á vef UEFA að eitt marktækifæri gæti dugað til að vinna Ungverja í kvöld og komast á EM á næsta ári.

„Við förum jákvæðir inn í alla leiki og teljum okkur eiga góða möguleika," segir Albert á vef UEFA.

„Við höfum spilað stærri leiki gegn stærri liðum en Ungverjaland og leikstíll okkar er þannig að við þurfum bara eitt færi til að vinna leikinn ef við höldum hreinu."

„Við vitum að okkar sterkasta hlið er varnarleikur og ef við höldum hreinu þá þurfum við bara eitt færi."


Leikurinn í kvöld hefst klukkan 19:45 en hann verður sýndur í lokaðri dagskrá á Stöð 2 Sport.
Athugasemdir
banner
banner