Real Madrid girnist Palmer - Arsenal og Man Utd berjast um David - City reynir að lokka Wirtz frá Leverkusen
   þri 12. nóvember 2024 09:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Tveir úr U17 landsliðinu öfluga á reynslu hjá Lyngby
Mynd: Aðsend
Tveir leikmenn úr U17 ára landsliðinu sem lék saman á Íslandi á dögunum og kom sér í 2. umferð forkeppninnar fyrir EM á næsta ári eru á reynslu hjá Lyngby þessa dagana.

Þeir Gylfi Berg Snæhólm og Guðmar Gauti Sævarsson æfa í þessari viku með U17 og U19 hjá danska félaginu.

Gylfi er markvörður í 2. flokki Breiðabliks og Guðmar Gauti er miðjumaður sem samningsbundinn er Fylki. Báðir eru þeir fæddir árið 2008.

Guðmar kom við sögu í fimm leikjum með Fylki í sumar, fjórum í deild og einum bikarleik. Hann skoraði eitt mark í siginum gegn Norður-Makedóníu og eitt mark í sigrinum gegn Eistlandi í forkeppninni.

Gylfi Berg stóð vaktina í markinu gegn bæði Norður-Makedóníu og Eistlandi. Hann á að alls tíu unglingalandsleiki að baki og Guðmar hefur leikið þrettán.

Athugasemdir
banner
banner
banner