Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
„Þetta verkefni sem hún hefur gengið í gegnum er ótrúlegt"
Foreldrar Áslaugar Mundu á sínu þriðja EM - „Ekki hægt að sleppa þessu“
Bryndís mætt sem stuðningsmaður: Tók tíma að sætta sig við það
Halla forseti mætt til Sviss: Ég hef óbilandi trú á liðinu
Rúnar eiginmaður Natöshu: Ótrúlegt stolt fyrir okkar fjölskyldu
Rob Holding: Mættur til að styðja Ísland og Sveindísi
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
   þri 12. desember 2023 16:42
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Væri fínt að hætta að læra utan vallar og læra eitthvað inn á vellinum"
,,Hausinn orðinn mjög sterkur eftir þetta"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Róbert Orri Þorkelsson var keyptur til kanadíska félagsins CF Montreal um mitt sumar 2021. Félagið keypti hann af Breiðabliki. Hann hefur lítið spila með liðinu, að hluta til vegna meiðsla og einnig talsvert þurft að sitja á varamannabekknum.

Róbert er 21 árs varnarmaður sem á að baki 15 leiki með U21 landsliðinu og fjóra með A-landsliðinu. Mosfellingurinn ræddi við Fótbolta.net í vikunni um tímann sinn hjá Montreal til þessa.

„Tíminn hefur verið virkilega lærdómsríkur, hef auðvitað ekki spilað eins mikið og ég vildi, verið mikið meiddur. Ég hef lært margt af því að vera þarna, en það væri fínt að hætta læra utan vallar og fara læra eitthvað inn á vellinum."

„Nárinn er búinn að vera mikið vesen í u.þ.b. fjóra mánuði. Ég er eins og er að vinna í því að laga hann. Það er búið að taka sinn tíma og þetta er búið að vera erfitt. Ég vonast til þess að einhver niðurstaða komi á næstu dögum, hvort sem það verði að það þurfi að gera við eða að þetta lagist. Ég þarf bara að sjá og bíða."

„Ég er orðinn mjög þreyttur á þessum meiðslum, en það þýðir ekkert að væla yfir því. Það er bara áfram gakk og reyna að gera það sem maður getur gert."

„[Þegar ég hef verið heill þá] hef ég mikið verið að koma inn á og ekki fengið sénsinn. Ég hef verið mjög óheppinn með tímasetningarnar þegar ég hef verið að meiðast. Í bæði skiptin sem ég hef komið út til Montreal á undirbúningstímabilinu hef ég fengið covid og fengið meiðsli út frá því. Maður er búinn að vera óheppinn. Þegar ég hef verið fullfrískur þá hef ég heldur ekki mikið verið að spila, það hefur ekki verið mikill spiltími."

„Auðvitað ekki [draumur], hefur ekki verið eins og maður ætlaði sér að gera þetta en svona hefur þetta farið og maður þarf bara að læra af þessu. Hausinn er orðinn mjög sterkur eftir þetta."


Þýðir ekkert að hugsa of mikið um mótlætið
Hvernig er að reyna halda sér jákvæðum utan vallar?

„Það er mjög erfitt, sérstaklega þegar maður er úti og kannski einn. Það þýðir ekkert að staldra við og hugsa um þetta, maður þarf bara að einbeita sér að því sem maður þarf að bæta hvort sem maður er meiddur eða inni á vellinum. Ég leyfi mér ekki að hugsa of mikið um það því þá verður það bara verra."

Bjóst við því að félagið myndi nýta ákvæðið
Á dögunum var tilkynnt að Montreal hefði nýtt sér ákvæði í samningi sínum við Róbert sem þýðir að hann er áfram samningsbundinn félaginu út næsta tímabil.

„Nei, það kom mér í rauninni ekki á óvart þótt spiltíminn hafi ekki verið mikill og ég mikið meiddur. Miðað við þau samtöl sem ég átti þá kom það mér ekki á óvart. Ég bjóst eiginlega allan tímann við því."

„Þeir sjá eitthvað og vilja passa upp á það,"
sagði Róbert Orri aðspurður hvort Montreal væri að passa upp á að missa ekki verðmæti frá sér.

Svekkjandi að tilboðinu frá Haugesund var hafnað
Það voru sögur í ágúst um að Róbert gæti farið frá Montreal. Var eitthvað nálægt því að gerast?

„Já, það var eitt sem var mjög nálægt því að gerast en varð svo ekki. Það var í lok gluggans. Ég verð að viðurkenna að það var mjög svekkjandi. Það er margt svekkjandi búið að gerast en maður heldur bara áfram."

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net var það norska félagið Haugesund sem var nálægt því að kaupa Róbert. Hann segist hafa rætt við menn og fengið útskýringar.

„Ég talaði við stjórnarmennina og fékk mínar útskýringar."

Gæti þurft að fara í aðgerð
Hvenær geturðu snúið til baka á völlinn?

„Það er í raun óljóst, það er búin að vera bæting frá því að þetta gerðist, en hún er mjög hæg. Svo er spurning hversu lengi ég get beðið eftir því að þetta verði gott. Ég er bara að æfa núna með fitness þjálfara og með sjúkraþjálfara að vinna í þessu. Það er í raun ekkert annað hægt að gera," sagði Róbert Orri.

Nánar er rætt við hann um MLS deildina og lífið í Kanada í viðtalinu sem hægt er að horfa á í spilaranum efst.
Athugasemdir
banner