Tottenham er að íhuga að kalla varnarmanninn Ashley Phillips til baka úr láni frá Stoke.
Tottenham verður án að minnsta kosti sex leikmanna gegn Rangers í Evrópudeildinni á eftir. Þar á meðal eru miðverðirnir Ben Davies, Cristian Romero og Mickey van de Ven.
Tottenham verður án að minnsta kosti sex leikmanna gegn Rangers í Evrópudeildinni á eftir. Þar á meðal eru miðverðirnir Ben Davies, Cristian Romero og Mickey van de Ven.
Það eru mikil meiðslavandræði í gangi hjá liðinu og félagið er núna að íhuga að kalla Phillips til baka.
Radu Dragusin er eini miðvörðurinn í aðalliðinu sem er klár í slaginn í kvöld.
Phillips er efnilegur miðvörður sem er á láni hjá Stoke en Tottenham getur kallað hann til baka í janúar.
Athugasemdir