Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
   fim 12. desember 2024 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Íhuga að kalla ungan miðvörð til baka úr láni
Tottenham er að íhuga að kalla varnarmanninn Ashley Phillips til baka úr láni frá Stoke.

Tottenham verður án að minnsta kosti sex leikmanna gegn Rangers í Evrópudeildinni á eftir. Þar á meðal eru miðverðirnir Ben Davies, Cristian Romero og Mickey van de Ven.

Það eru mikil meiðslavandræði í gangi hjá liðinu og félagið er núna að íhuga að kalla Phillips til baka.

Radu Dragusin er eini miðvörðurinn í aðalliðinu sem er klár í slaginn í kvöld.

Phillips er efnilegur miðvörður sem er á láni hjá Stoke en Tottenham getur kallað hann til baka í janúar.
Athugasemdir
banner