Joao Pedro í forgangi hjá Liverpool - Man Utd setur verðmiða á Rashford - Real Madrid missir vonina gagnvart Davies
   fim 12. desember 2024 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Íhuga að kalla ungan miðvörð til baka úr láni
Ashley Phillips.
Ashley Phillips.
Mynd: Getty Images
Tottenham er að íhuga að kalla varnarmanninn Ashley Phillips til baka úr láni frá Stoke.

Tottenham verður án að minnsta kosti sex leikmanna gegn Rangers í Evrópudeildinni á eftir. Þar á meðal eru miðverðirnir Ben Davies, Cristian Romero og Mickey van de Ven.

Það eru mikil meiðslavandræði í gangi hjá liðinu og félagið er núna að íhuga að kalla Phillips til baka.

Radu Dragusin er eini miðvörðurinn í aðalliðinu sem er klár í slaginn í kvöld.

Phillips er efnilegur miðvörður sem er á láni hjá Stoke en Tottenham getur kallað hann til baka í janúar.
Athugasemdir
banner