Manchester City hefur áhuga á Douglas Luiz - Neymar er á leið heim í Santos - Chelsea er með 40 milljóna punda verðmiða á Trevoh Chalobah.
   fim 12. desember 2024 22:33
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Meistaradeild kvenna: Öruggt hjá Man City og Barcelona
Ewa Pajor
Ewa Pajor
Mynd: EPA
Manchester City og Barcelona voru búin að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildar kvenna fyrir leiki kvöldsins.


Man City fékk austurríska liðið St. Polten í heimsókn en enska liðið var með mikla yfirburði. St Polten náði ekki að ógna marki City í leiknum.

Barcelona vann Hammarby 9-0 á Spáni í fyrri umferðinni en liðið skoraði þrjú mörk þegar liðin mættust í Svíþjóð í kvöld.

Pólska landsliðskonan Ewa Pajor hefur skorað 17 mörk í 23 leikjum á tímabilinu en hún skoraði tvennu í kvöld.

Hammarby W 0 - 3 Barcelona W
0-1 Ewa Pajor ('7 )
0-2 Ewa Pajor('40 )
0-3 Aitana Bonmati ('80 )

Manchester City W 2 - 0 St. Polten W
1-0 Lily Murphy ('55 )
2-0 Kerstin Casparij ('66 )
Athugasemdir
banner
banner
banner