Joao Pedro í forgangi hjá Liverpool - Man Utd setur verðmiða á Rashford - Real Madrid missir vonina gagnvart Davies
banner
   fim 12. desember 2024 09:47
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sjáðu glæsilegt sigurmark Hákonar í Meistaradeildinni
Hákon Arnar Haraldsson.
Hákon Arnar Haraldsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Skagamaðurinn Hákon Arnar Haraldsson skoraði glæsilegt mark þegar Lille vann sigur gegn Sturm Graz í Meistaradeild Evrópu í gærkvöldi.

Hákon Arnar kom inn á og skoraði sigurmarkið á 81. mínútu eftir að hafa verið nýkominn inn á fyrir Mitchel Bakker. Það var Jonathan David sem fann Hákon fyrir utan teig og Hákon kláraði með glæsilegu skoti.

„Ég hitti boltann fullkomlega í nærhornið og ég er mjög ánægður með markið," sagði Hákon eftir leikinn en hann er nýkominn úr meiðslum.

Hægt er að sjá markið hjá Hákoni í myndbandinu hér fyrir neðan.

Markið var annað mark Hákonar í Meistaradeildinni. Hans fyrsta kom með FCK gegn Dotmund árið 2022. Næsti leikur Lille í Meistaradeildinni verður gegn Liverpool á Anfield í janúar.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner