Skagamaðurinn Hákon Arnar Haraldsson skoraði glæsilegt mark þegar Lille vann sigur gegn Sturm Graz í Meistaradeild Evrópu í gærkvöldi.
Hákon Arnar kom inn á og skoraði sigurmarkið á 81. mínútu eftir að hafa verið nýkominn inn á fyrir Mitchel Bakker. Það var Jonathan David sem fann Hákon fyrir utan teig og Hákon kláraði með glæsilegu skoti.
„Ég hitti boltann fullkomlega í nærhornið og ég er mjög ánægður með markið," sagði Hákon eftir leikinn en hann er nýkominn úr meiðslum.
Hægt er að sjá markið hjá Hákoni í myndbandinu hér fyrir neðan.
Markið var annað mark Hákonar í Meistaradeildinni. Hans fyrsta kom með FCK gegn Dotmund árið 2022. Næsti leikur Lille í Meistaradeildinni verður gegn Liverpool á Anfield í janúar.
Haraldsson for Lille ???? pic.twitter.com/HrjYYxw6iD
— Ken (@CFCKen_) December 11, 2024
Athugasemdir