Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
   mán 13. janúar 2020 18:58
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sky: Gedson Fernandes búinn í læknisskoðun
Gedson Fernandes, miðjumaður Benfica, er búinn í læknisskoðun en hann er við það að ganga í raðir Tottenham. Sky Sports greinir frá þessu.

Búist er við formlegri tilkynningu frá Tottenham á næstu 24 klukkustundum.

Gedson mun koma til Spurs á átján mánaða lánssamningi og Tottenham getur svo keypt hann á 55 milljónir punda.

Gedson hafði áður verið orðaður við West Ham og Chelsea.
Athugasemdir
banner
banner