Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 13. janúar 2022 23:17
Brynjar Ingi Erluson
Ítalski bikarinn: Milan í 8-liða úrslit eftir framlengdan leik
Rafael Leao skoraði stórglæsilegt mark
Rafael Leao skoraði stórglæsilegt mark
Mynd: EPA
Milan 3 - 1 Genoa
0-1 Leo Ostigard ('17 )
1-1 Olivier Giroud ('74 )
2-1 Rafael Leao ('102 )
3-1 Alexis Saelemaekers ('112 )

Ítalska félagið Milan er komið í 8-liða úrslit ítalska bikarsins eftir 3-1 sigur á Genoa í framlengdum leik á San Síró í kvöld.

Norski varnarmaðurinn Leo Ostigard skoraði í fyrsta leik sínum fyrir Genoa á 17. mínútu með hörkuskalla eftir hornspyrnu. Ostigard er á láni hjá Genoa frá Brighton.

Olivier Giroud jafnaði metin þegar stundarfjórðungur var eftir af leiknum. Theo Hernandez fékk boltann á vinstri vængnum, tók hann í fyrsta inn í teiginn og þar var Giroud, með mann í sér, og skallaði í boltann í netið.

Staðan 1-1 eftir venjulegan leiktíma en undir lok fyrri hálfleiks framlengingar skoraði portúgalski framherjinn Rafael Leao gæðamark. Leao lék sér með boltann á vinstri vængnum, tók eina gabbhreyfingu áður en hann vippaði boltanum á fjær í stöng og inn.

Alexis Saelemaekers gulltryggði síðan sigurinn þegar átta mínútur voru eftir og lokatölur 3-1. Milan mætir annað hvort Lazio eða Udinese í 8-liða úrslitum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner