Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 13. janúar 2022 16:16
Elvar Geir Magnússon
Wood þriðji dýrasti sóknarmaður yfir 30 ára aldri
Chris Wood var keyptur frá Burnley.
Chris Wood var keyptur frá Burnley.
Mynd: Newcastle
Í morgun tilkynnti Newcastle um kaup á sóknarmanninum Chris Wood frá Burnley.

Wood varð þar með þriðji dýrasti sóknarmaður yfir 30 ára aldri í sögunni. Aðeins Cristiano Ronaldo og Gabriel Batistuta voru dýrari.

Newcastle nýtti sér riftunarákvæði í samningi Wood við Burnley, 25 milljónir punda eða 30 milljónir evra.

Sóknarmenn yfir 30 ára - Þeir dýrustu
Cristiano Ronaldo – €117m frá Real Madrid til Juve 2018-19, 33 ára

Gabriel Omar Batistuta – €36.2m frá Fiorentina til Roma 2000-01, 30 ára

Chris Wood – €30m frá Burnley til Newcastle in 2021-22, 30 ára

Anthony Modeste – €29m frá Köln til TJ Tianhai 2018-19, 30 ára

Diego Milito – €28m frá Genoa til Inter 2009-10, 30 ára

Samel Eto’o – €27m frá Inter til Anzhi 2011-12, 30 ára

Marko Arnautovic – €25m frá West Ham til Shanghai SIPG 2019-20, 30 ára

Nikola Kalinic- €22.5m frá Fiorentina til Milan 2018-19, 31 árs

Zlatan Ibrahimovic – €21m frá Milan til PSG 2012-13, 31 árs

Oliver Giroud – €17m frá Arsenal til Chelsea 2017-18, 31 árs
Athugasemdir
banner
banner