fös 13. janúar 2023 12:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Firmino ekki nálægt því að æfa með liðinu
Roberto Firmino.
Roberto Firmino.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sóknarmaðurinn Roberto Firmino verður ekki með Liverpool er liðið mætir Brighton um helgina.

Liverpool sækir Brighton heim í ensku úrvalsdeildinni klukkan 15:00 á morgun.

Firmino hefur verið að glíma við meiðsli upp á síðkastið og kom bakslag í þau. Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, svaraði fyrir um meiðsli Firmino á fréttamannafundi í dag.

„Í fyrstu voru þetta smávægileg meiðsli; 10 dagar eða tvær vikur," sagði Klopp og bætti við:

„En svo kom bakslag og hann fann meira til. Hann er ekki nálægt því að æfa með liðinu eins og staðan er núna."

Samningur Firmino rennur út eftir leiktíðina og það hafa verið vangaveltur um það hvort hann muni leika með öðru félagi á næstu leiktíð.

Annar sóknarmaður, Darwin Nunez, er líka að glíma við meiðsli og kemur ekki til með að spila á morgun.
Athugasemdir
banner
banner