Chiesa í skiptum fyrir Greenwood? - David til Chelsea - Buðu Palace að fá Olise aftur á láni - Slot skoðar Minteh - Varane til Miami
banner
   fös 13. janúar 2023 11:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Telmo Castanheira til Malasíu (Staðfest)
Telmo Castanheira.
Telmo Castanheira.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Portúgalski miðjumaðurinn Telmo Castanheira er genginn í raðir Sabah í Malasíu. Liðið spilar í malasísku ofurdeildinni sem er efsta deild þar í landi.

Hann kom til ÍBV fyrir tímabilið 2019 og lék því alls fjögur tímabil með liðinu. Fyrir það hafði hann spilað allan sinn feril í heimalandinu. Í nóvember var greint frá því að Telmo hefði hafnað samningstilboði félagsins og ætlaði sér að reyna fyrir sér á öðrum vettvangi.

Telmo er þrítugur og lék alls 110 KSÍ leiki fyir ÍBV og skoraði í þeim tíu mörk, mörg þeirra með skotum fyrir utan teig.

Hann var valinn besti leikmaður ÍBV sumarið 2019 og hjálpaði liðinu að enda í 8. sæti í Bestu deildinni sem nýliði á síðasta ári.

Komnir
Hermann Þór Ragnarsson frá Sindra

Farnir
Andri Rúnar Bjarnason
Atli Hrafn Andrason í HK
Óskar Elías Zoega Óskarsson í KFS
Sito
Telmo Castanheira til Malasíu

Samningslausir
Breki Ómarsson
Sigurður Grétar Benónýsson
Athugasemdir
banner
banner