Vonandi var helgin viðburðarík og skemmtileg. Kyle Walker, Alejandro Garnacho og Ronald Araujo eru meðal þeirra sem koma fram í mánudagsslúðrinu.
Enski hægri bakvörðurinn Kyle Walker (34) ætlar að skrifa undir tveggja og hálfs árs samning við AC Milan. Ítalska félagið hyggst ganga frá kaupum á honum frá Manchester City á næstu dögum. (Telegraph)
Walker gæti gengið í raðir Inter á láni út tímabilið. (Mail)
Sádi-arabísk félög hafa áfram áhuga á að fá Walker til liðs við sig, en varnarmaðurinn vill vera áfram í Evrópu. (Sky Sports Þýskalandi)
Antonio Conte, stjóri Napoli, vill fá Alejandro Garnacho (20), kantmann Manchester United, í stað Khvicha Kvaratskhelia (23) sem virðist á leið til til Paris St-Germain. (Sport Italia)
Úrúgvæski varnarmaðurinn Ronald Araujo (25), sem hefur verið orðaður við Juventus, vill fara frá Barcelona eins fljótt og auðið er. Katalónska félagið vill halda honum. (Mundo Deportivo)
Þýski varnarmaðurinn Mats Hummels (36) er ekkert að flýta sér að hefja viðræður um framlengingu samnings við Roma en núverandi samningur hans á að renna út í júní. (Football Italia)
West Ham er tilbúið að fá nýjan framherja inn vegna meiðsla Niclas Fullkrug aftan í læri. (Fabrizio Romano)
Fullkrug verður frá í allt að þrjá mánuði en hann meiddist í bikarleiknum gegn Aston Villa. (Sky Sports Þýskalandi)
Mónakó hefur gert nýtt tilboð í Edson Alvarez (27), miðjumann West Ham, eftir að Hamrarnir neituðu að lána mexíkóska landsliðsmanninn. (Fabrizio Romano)
Evan Ferguson (20) framherji Brighton og Marcus Rashford (27) framherji Manchester United hafa báðir verið orðaðir við lán til West Ham. (TBR)
Atalanta vill ganga frá kaupum á enska framherjanum Dominic Calvert-Lewin (27) frá Everton í janúar. Hann hefur verið orðaður við Newcastle United í sumar á frjálsri sölu. (Sun)
Bayern München hefur boðið kanadíska varnarmanninum Alphonso Davies (24) þar sem Real Madrid vildi fá hann á frjálsri sölu í sumar. (Marca)
Athugasemdir