Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   mán 13. janúar 2025 19:00
Ívan Guðjón Baldursson
West Ham horfir til Taiwo Awoniyi
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Sky Sports greinir frá því að West Ham United er að sýna Taiwo Awoniyi, framherja Nottingham Forest, mikinn áhuga.

Graham Potter var nýlega ráðinn sem aðalþjálfari hjá West Ham og var hann fljótur að segja að liðinu vantaði framherja í leikmannahópinn. Það er algjört forgangsmál að kaupa framherja, þar sem Michail Antonio og Niclas Füllkrug eru báðir að glíma við meiðsli.

Awoniyi hefur aðeins byrjað tvo úrvalsdeildarleiki með Forest á tímabilinu en hann hefur oft komið inn af bekknum. Hann er búinn að skora eitt úrvalsdeildarmark á rúmlega 200 spiluðum mínútum yfir 15 leiki, en honum mistókst að skora í einum byrjunarliðsleik í FA bikarnum og einum í deildabikarnum.

Awoniyi er 27 ára gamall frá Nígeríu og skoraði 6 mörk í 20 leikjum á síðasta úrvalsdeildartímabili. Fyrir það gerði hann 10 mörk í 27 deildarleikjum með Forest tímabilið 2022-23.

Forest er talið vera reiðubúið til að selja leikmanninn fyrir rétta upphæð, en hann á tvö og hálft ár eftir af samningi.

West Ham er í 14. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 23 stig eftir 20 umferðir á meðan Nottingham Forest er að reynast spútnik lið tímabilsins og situr jafnt Arsenal á stigum í 2.-3. sæti deildarinnar - með 40 stig.

Hamrarnir hafa einnig áhuga á Evan Ferguson hjá Brighton en Potter neitar að ræða um leikmenn sem eru ekki samningsbundnir félaginu.
Athugasemdir
banner
banner
banner