Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 13. febrúar 2021 14:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Veit ekki hvað gerist á síðustu 10-15 mínútunum"
Andy Robertson.
Andy Robertson.
Mynd: Getty Images
„Þetta er mikið áfall, það er hægt að segja það," sagði Andy Robertson, vinstri bakvörður Liverpool, eftir 3-1 tap gegn Leicester á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Liverpool tók 1-0 forystu í leiknum á 67. mínútu en endaði á því að tapa leiknum eftir mikið hrun á síðustu tíu mínútum venjulegs leiktíma.

Englandsmeistarar Liverpool hafa núna aðeins unnið tvo af síðustu tíu deildarleikjum sínum. Liðið er í fjórða sæti og velta knattspyrnusérfræðingar því núna fyrir sér hvort Liverpool muni einfaldlega ná Meistaradeildarsæti á þessu tímabili.

„Við vorum með yfirburði stóran hluta leiksins og svo á öðrum tímapunkti er eins og þetta séu ekki við þarna úti á vellinum. Við lentum 2-1 undir og 15 mínútur eftir en við vorum svo opnir til baka. Þegar það gerist gegn góðu liði eins og Leicester, þá verður þér refsað."

„Við spiluðum með mikið sjálfstraust stóran hluta leiksins og vorum að senda boltann mjög vel. Ég veit ekki hvað gerist á síðustu 10-15 mínútunum. Það má ekki gerast í svona leik. Við verðum að skoða þetta vel. Allir leikir eru mjög stórir fyrir okkur núna," sagði Robertson.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner