Jesus gæti farið frá Arsenal - Möguleg stjóraskipti hjá Man Utd og Bayern - Dortmund vill halda Sancho
   mán 13. febrúar 2023 09:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ein besta fjárfesting sem Man Utd hefur gert á síðustu árum?
Benni McCarthy.
Benni McCarthy.
Mynd: Twitter/Fabrizio Romano
Benni McCarthy hefur fengið mikið hrós upp á síðkastið en stuðningsmenn félagsins hafa rætt og skrifað um að ráðning hans sé ein besta fjárfesting sem félagið hefur gert í mörg ár.

McCarthy, sem var ágætur sóknarmaður á sínum leikmannaferli, var ráðinn inn í þjálfarateymi Erik ten Hag síðasta sumar. Hann fékk það starf að vinna með framherjum liðsins.

Frá því McCarthy var ráðinn þá hefur Marcus Rashford blómstrað og er hann einn heitasti leikmaður heims um þessar mundir. Á síðustu leiktíð var sjálfstraust Rashford í molum og hann gat ekki neitt, en hann hefur verið magnaður síðustu mánuði og bætt því vopni í vopnabúr sitt að geta skallað boltann af krafti.

Rashford, sem skoraði skallamark gegn Leeds í gær, hefur áður talað um þau áhrif sem McCarthy hefur haft á sig. „Hann hefur klárlega hjálpað mér mikið."

„Það er gott fyrir okkur að vera með sóknarþjálfara. Hann er alltaf að ráðleggja okkur ýmislegt."

McCarthy er að öllum líkindum stór ástæða fyrir því að Rashford hefur verið að spila svona vel en hann hefur verið að fá mikið hrós á samfélagsmiðlum eins og sjá má hér að neðan.







Athugasemdir
banner
banner
banner
banner