Portúgalska landsliðið er búið að ráða Austin MacPhee sem aðstoðarþjálfara. Hann mun því taka til starfa undir leiðsögn Roberto Martínez.
MacPhee mun sjá um að þjálfa portúgalska landsliðið í föstum leikatriðum og tekur hann við því starfi af Anthony Barry, sem var ráðinn í enska landsliðið á dögunum þar sem hann mun starfa með Thomas Tuchel.
MacPhee starfar í dag sem þjálfari hjá Aston Villa og mun hann halda áfram í því starfi samhliða portúgalska landsliðinu. Villa er orðið eitt af sterkustu liðum úrvalsdeildarinnar í föstum leikatriðum undir traustri leiðsögn MacPhee.
Martínez hefur miklar mætur á MacPhee og mælti Unai Emery, þjálfari Aston Villa, sterklega með honum.
Athugasemdir