Kerfisbreyting hjá Man Utd? - Nunez var nálægt Sádi - Stórlið vilja Dean Huijsen - Ratcliffe að reka fleiri?
   fim 13. febrúar 2025 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Portúgalska landsliðið ræður þjálfara frá Aston Villa
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Portúgalska landsliðið er búið að ráða Austin MacPhee sem aðstoðarþjálfara. Hann mun því taka til starfa undir leiðsögn Roberto Martínez.

MacPhee mun sjá um að þjálfa portúgalska landsliðið í föstum leikatriðum og tekur hann við því starfi af Anthony Barry, sem var ráðinn í enska landsliðið á dögunum þar sem hann mun starfa með Thomas Tuchel.

MacPhee starfar í dag sem þjálfari hjá Aston Villa og mun hann halda áfram í því starfi samhliða portúgalska landsliðinu. Villa er orðið eitt af sterkustu liðum úrvalsdeildarinnar í föstum leikatriðum undir traustri leiðsögn MacPhee.

Martínez hefur miklar mætur á MacPhee og mælti Unai Emery, þjálfari Aston Villa, sterklega með honum.
Athugasemdir
banner
banner