lau 13. apríl 2019 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ísland í dag - Haukar taka á móti KFS í bikarnum
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Mjólkurbikarinn er kominn á fullt og voru fjölmörg einvígi háð í gær og fyrradag.

Í dag eru tólf leikir á dagskrá þar sem lið úr neðri deildum íslenska boltans keppast um að komast áfram til að mæta stærri félögum.

Haukar og Vestri eru meðal liða sem mæta til leiks í dag en Knattspyrnufélagið Miðbær Reykjavík mætir Kórdrengjum í frumraun sinni í íslenska boltanum.

Það gæti reynst ansi þung þraut þar sem Kórdrengir eru í mikilli sókn eftir að hafa komist upp úr 4. deildinni í fyrra.

Leikir dagsins:
14:00 Sindri-Leiknir F. (Sindravellir)
14:00 Haukar-KFS (Ásvellir)
14:00 Augnablik-Árborg (Fífan)
14:00 Höttur/Huginn-Einherji (Fellavöllur)
14:00 Vestri-Víðir (Würth völlurinn)
14:00 Nökkvi-KF (KA-völlur)
14:00 Tindastóll-Æskan (Sauðárkróksvöllur)
14:00 Dalvík/Reynir-Samherjar (Boginn)
14:00 Kórdrengir-KM (Framvöllur)
16:00 Hvíti riddarinn-Kormákur/Hvöt (Varmárvöllur)
16:15 Hörður Í.-Berserkir (Würth völlurinn)
17:00 KFR-KH (JÁVERK-völlurinn)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner