Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 13. apríl 2019 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Man Utd sleppti De Ligt og De Jong fyrir þremur árum
Mynd: Getty Images
Derek Langley var yfirmaður njósnastarfsemi unglingastarfs Manchester United frá 2000 til 2016 og var hans hlutverk að finna unga leikmenn og fá þá til félagsins.

Langley sagði í viðtali við Manchester Evening News í desember að Man Utd hafi sleppt því að krækja í leikmenn á borð við Matthijs de Ligt og Frenke de Jong, núverandi leikmenn Ajax, meðan hann var enn í starfi.

Barcelona greiddi 65 milljónir punda fyrir De Jong í janúar og er De Ligt annað hvort á leið til Barcelona eða FC Bayern samkvæmt Erik Ten Hag, þjálfara Ajax.

„Guð veit hvað við vorum með margar skýrslur um Matthijs de Ligt, Frenkie de Jong og fleiri ungstirni sem eru nú að spila víða um Evrópu. Dayot Upamecano, sem er núna hjá RB Leipzig, er gott dæmi," sagði Langley.

„Þetta er ein af ástæðunum fyrir því að ég hélt fund með Ed Woodward og sagði honum að ákveðnir einstaklingar innan félagsins væru ekki hæfir í starfi. Ég sagði mitt hreint út og ég held að það hafi spilað sinn þátt í því að ég missti starfið sjö mánuðum síðar."

Langley hefur verið stuðningsmaður Man Utd allt sitt líf og kom auga á menn á borð við Marcus Rashford, Jesse Lingard, Gerard Pique og Danny Welbeck á tíma þar sem hann var aðeins með tvo njósnara í fullu starfi undir sér. Einn þeirra var í Suður-Ameríku og hinn í Evrópu, aðrir voru hlutastarfsmenn.

„Manchester United þakkaði mér fyrir störf mín en við hefðum getað orðið svo mikið betri ef fólk hefði bara hlustað."
Athugasemdir
banner