Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
   þri 13. apríl 2021 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Margrét Ingþórsdóttir aftur í Fjölni (Staðfest)
Kvenaboltinn
Margrét Ingþórsdóttir mun spila með Fjölni í sumar
Margrét Ingþórsdóttir mun spila með Fjölni í sumar
Mynd: Fjölnir
Margrét Ingþórsdóttir er gengin aftur í raðir Fjölnis frá Grindavík en þetta kemur fram í tilkynningu frá Fjölni.

Margrét er fædd árið 1989 og á langan feril að baki en hún spilaði sinn fyrsta deildarleik með Víði árið 2005.

Hún hefur spilað fyrir GRV, ÍA, Keflavík, Víking Ó, Fylki, Þrótt R, Fjölni og Grindavík á ferlinum.

Margrét spilaði með Fjölni árið 2018 og var valin knattspyrnukona ársins hjá félaginu það árið áður en gekk til liðs við Grindavík.

Markmaðurinn reyndi er nú komin aftur í Fjölni og mun spila með liðinu í 2. deildinni í sumar.
Athugasemdir
banner
banner