Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
Vill breyta fyrirkomulaginu - „Höfum þetta eins og Bestu deildina“
Dragan brjálaður: Fokking pirrandi
„Við þurfum að hækka rána í frammistöðunni okkar“
Gunnar: Súrt að tapa á svona skítamarki
Chris Brazell: Ég er alls ekki aðal maðurinn á bakvið þennan sigur
Magnús Már: Það hellirignir
Haraldur Freyr: Við sigldum þessu heim
Elvis: Skotland öðruvísi en Vestmannaeyjar
Þjálfari St. Mirren: Fyrsti leikurinn á tímabilinu
Gummi Kristjáns: Við viljum bara meira
Haraldur Árni: Ég veit ekkert hvað hann er að gera hérna í dag
„Mér var bara orðið illt í maganum þegar þeir voru að taka þessar aukaspyrnur í kringum teiginn“
Árni: Gott fyrir klúbbinn að taka Breiðholtsslaginn
Jökull Elísabetar: Glórulaust en þýðir ekkert að væla yfir því
Dóri Árna: Það er eitt að sjá þá á videoum og annað að máta sig gegn þeim
Gunnar Heiðar í banni í Þjóðhátíðarleiknum: Fyrsta rauða spjaldið mitt á ævinni
Óli Hrannar: Við þurfum að spýta í lófana til þess að geta farið að sækja sigra aftur
Venni: Held það sé hræðilegt að tippa á þessa deild
Höskuldur: Ætlum okkur að kasta öllu fram til þess að fara áfram
Arnar Gunnlaugs: Verður bara að reyna að krafla þig úr þessari holu
   lau 13. apríl 2024 17:51
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Elmar Atli: Ég hefði farið með sama hver það hefði verið
,,Ef þetta á að vera svona þá verður mikið um bönn"
Elmar í leiknum í dag.
Elmar í leiknum í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sannur fyrirliði.
Sannur fyrirliði.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Það myndu allir í liðinu gera þetta fyrir alla í liðinu held ég'
'Það myndu allir í liðinu gera þetta fyrir alla í liðinu held ég'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er svolítið svekktur með okkur eftir ágætan fyrri hálfleik. Við sköpuðum okkur kannski ekki mikið en vorum í góðu shape-i varnarlega. Við náum ekki að fylgja því eftir í seinni hálfleik, fáum mark á okkur snemma sem var ekki það sem við lögðum upp með. Það var blaut tuska í andlitið á okkur," sagði Elmar Atli Garðarsson, fyrirliði Vestra, eftir tap gegn Breiðabliki í 2. umferð Bestu deildarinnar.

Öll mörkin komu í seinni hálfleik.

Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  0 Vestri

„Við vissum að þeir myndu vera meira með boltann og kannski skapa sér meira en við. Við ætluðum að vera þéttir til baka og gerðum það vel í fyrri hálfleik. Við fáum fyrsta markið á okkur snemma í seinni og svo klaufalegt víti. Eftir það var þetta þungur róður."

Markatalan hjá Vestra er 0-6 eftir tvo leiki. „Við eigum helling inni. Við erum svolítið eftir á, eins og allir vita með aðstöðu og ég nenni ekki að tala um það, við getum tekið fullt jákvætt út úr fyrri hálfleiknum í dag."

„Við mættum bara ekki rétt gíraðir út í seinni hálfleikinn fannst mér, þetta var klaufalegt mark sem við eigum ekki að fá á okkur, vorum að loka vel á þetta í fyrri hálfleik. Aulaskapur í rauninni."


Elmar sagðist ekki hafa séð atvikið vel þegar Elvar Baldvinsson fékk rautt spjald. „Eins og þessi lína er þá verður mikið af spjöldum í leikjum hjá okkur. Ég er búinn að brjóta tvisvar af mér í fyrstu tveimur leikjunum og er kominn með tvö gul spjöld. Ef þetta á að vera svona þá verður mikið um bönn."

Elmar var í lok viðtals spurður út í atvik í liðinni viku þar sem hann fór með liðsfélaga sínum, Sergine Fall, frá Hólmavík til Reykjavíkur eftir að bíllinn sem Fall var í hafði oltið.

„Nei nei, aldrei spurning um að fara með, sama hver það hefði verið í liðinu, ég hefði alltaf farið með honum. Eins og hefur komið fram þá erum við mjög nánir [kom fram í viðtali á Vísi] og ekki spurning - ég hefði gert það fyrir hvern sem er í liðinu."

„Þetta eru allt toppmenn og mér þykir vænt um þá alla. Það myndu allir í liðinu gera þetta fyrir alla í liðinu held ég,"
sagði Elmar að lokum.
   08.04.2024 12:01
Vestri lenti í bílveltu eftir leik - Leikmaður fluttur á sjúkrahús í bænum

Athugasemdir
banner
banner
banner