Inter Miami vill De Bruyne - Al-Nassr hefur áhuga á Díaz - Everton blandar sér í baráttu um Delap
Hólmar Örn: Ég hélt hann væri að dæma aukaspyrnu fyrir okkur
Óskar Hrafn: Þetta var það minnsta sem við áttum skilið
Andri Rúnar: Fullt hús stiga og fulla ferð áfram
Túfa: Af hverju er dæmt víti fyrir brot sem er fyrir utan teig?
Jón Þór: Hundfúl niðurstaða - Fannst þetta vera 50/50 leikur
Jökull sáttur: Mér er alveg sama hvort að þessir gæjar skori eða ekki
Jói Bjarna: Þetta eru engir hafsentar en þeir gerðu ógeðslega vel
Stígur Diljan: Það eru bjartir tímar framundan
Haddi: Nú sleikjum við sárin fyrsta hálftímann á leiðinni heim
Gummi Magg: Ætlaði bara að breyta leiknum
Rúnar Kristins: Gaui Þórðar sagði það alltaf í gamla daga
Sölvi: Við vorum algjörir killers
Dóri Árna: Stórfurðulega dæmdur leikur en við vorum sjálfum okkur verstir
Láki: Er ekki að ætlast til þess að við vinnum þá alla daga vikunnar
Jökull um bróður sinn: Djöfulsins skepna
Maggi: Þurfum að vera grimmari þegar við erum að sækja
Heimir: Leikmenn í mínu liði sem eru ekki klárir í það
„Sýnt hver hann er að hafa komið hingað og þorað að fara í alvöruna"
Lifir eins og atvinnumaður - „Lífið leikur við mig"
Konni eftir tap Tindastóls: Spiluðum frábæran bolta
   sun 13. apríl 2025 20:33
Haraldur Örn Haraldsson
Láki: Er ekki að ætlast til þess að við vinnum þá alla daga vikunnar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þorlákur Árnason þjálfari ÍBV hefði viljað fara með öll þrjú stigin úr Mosfellsbænum en þeir gerðu 0-0 jafntefli við Aftureldingu í dag.


Lestu um leikinn: Afturelding 0 -  0 ÍBV

„Þetta var bara stál í stál. Við fengum náttúrulega besta færið í fyrri hálfleik þannig manni fannst eins og við ættum að vera yfir. Það var samt svona jafnræði með liðunum. Við fengum náttúrulega urmul af færum í seinni hálfleik til þess að klára leikinn þannig að maður er pínu svekktur að hafa ekki klárað þetta."

Þetta var nýliðaslagur og ef þessi lið ætla sér að halda sér í deildinni getur reynst slæmt að sigra ekki hina nýliðina. Þorlákur horfir hinsvegar ekki á það þannig og segist bera mikla virðingu fyrir Aftureldingu.

„Ég er ekkert að ætlast til þess að við séum að vinna þá alla daga vikunnar. Það var sannarlega í boði í dag, fyrst og fremst af því við áttum bara mjög góðan leik. Þess vegna er það svekkjandi að hafa ekki náð að koma boltanum inn."

Félagsskipta glugginn er opinn en það gæti vel verið að ÍBV bætir við leikmönnum áður en hann lokar.

„Á meðan glugginn er opinn þá skoðum við það. Sérstaklega þar sem við settum liðið svolítið saman á síðustu stundu. Þannig það er ekkert í pípunum en við munum klárlega skoða það."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner