Mohamed Salah, leikmaður Liverpool, setti nýtt met í 38 leikja deild ensku úrvalsdeildarinnar með stoðsendingu sinni gegn West Ham á Anfield í dag.
Salah lagði upp átjánda mark sitt í deildinni á tímabilinu með stórkostlegri utanfótarsendingu á Luis Díaz á 18. mínútu.
Egyptinn er að eiga sitt besta tímabil í Liverpool-treyjunni en hann er bæði marka- og stoðsendingahæsti leikmaður deildarinnar.
Þetta var 45. markið sem hann kemur að á tímabilinu sem er nýtt met í 38 leikja deild. Hann, Erling Braut Haaland og Thierry Henry deildu metinu fyrir þessa umferð, en nú hefur Salah bætt það.
Næst á dagskrá hjá Salah er að bæta alfarið metið í deildinni, en Andy Cole og Alan Shearer komu báðir að 47 mörkum í 42 leikja deild.
Cole gerði það með Newcastle United tímabilið 1993-1994 og jafnaði Shearer það tímabilið á eftir með Blackburn Rovers. Salah hefur leikinn í dag og sex leiki til viðbótar til þess að jafna og bæta metið og er nánast öruggt að það muni falla áður en tímabilinu lýkur.
Mo Salah sets a new record for the most goal involvements ever in a 38-game Premier League season ???????? pic.twitter.com/2Wf3vgZ7Ac
— Football on TNT Sports (@footballontnt) April 13, 2025
Athugasemdir