Inter Miami vill De Bruyne - Al-Nassr hefur áhuga á Díaz - Everton blandar sér í baráttu um Delap
   sun 13. apríl 2025 16:25
Brynjar Ingi Erluson
Spánn: Mbappe sá rautt í sigri Real Madrid
Kylian Mbappe fékk verðskuldað rautt spjald gegn Alaves
Kylian Mbappe fékk verðskuldað rautt spjald gegn Alaves
Mynd: EPA
Franski sóknarmaðurinn Kylian Mbappe fékk að líta rauða spjaldið í 1-0 sigri Real Madrid á Deportivo Alaves í La Liga á Spáni í dag.

Eduardo Camavinga skoraði sigurmark Madrídinga á 34. mínútu leiksins.

Aðeins fjórum mínútum síðar var Mbappe rekinn af velli fyrir ljóta tækingu á Antonio Blanco. Frakkinn allt of seinn í tæklinguna og ekki hægt að mótmæla þessu spjaldi.

Það var jafnt í liðum á 70. mínútu er Manu Sanchez stöðvaði Vinicius Junior sem var að sleppa í gegn. Madrídingar unnu nauman sigur og nú fjórum stigum á eftir Barcelona í titilbaráttunni.

Osasuna lagði Girona að velli, 2-1, í Pamplona. Ante Budimir sá til þess að Osasuna færi inn í hálfleikinn með forystu og bætti Pablo Ibanez við öðru tíu mínútum fyrir leikslok.

Yacer Asprilla minnkaði muninn fyrir Girona á lokamínútunum en það mark kom of seint og var það Osasuna sem tók öll stigin.

Osasuna er í 12. sæti með 38 stig en Girona í 16. sæti með 34 stig.

Alaves 0 - 1 Real Madrid
0-1 Eduardo Camavinga ('34 )
Rautt spjald: ,Kylian Mbappe, Real Madrid ('38)Manu Sanchez, Alaves ('70)

Osasuna 2 - 1 Girona
1-0 Ante Budimir ('38 )
2-0 Pablo Ibanez ('79 )
2-1 Yaser Asprilla ('90 )
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Barcelona 31 22 4 5 84 29 +55 70
2 Real Madrid 31 20 6 5 64 31 +33 66
3 Atletico Madrid 30 17 9 4 49 24 +25 60
4 Athletic 31 15 12 4 49 25 +24 57
5 Villarreal 30 14 9 7 53 40 +13 51
6 Betis 31 13 9 9 42 39 +3 48
7 Celta 31 12 7 12 44 45 -1 43
8 Mallorca 31 12 7 12 31 37 -6 43
9 Real Sociedad 31 12 5 14 30 34 -4 41
10 Vallecano 31 10 10 11 34 38 -4 40
11 Getafe 31 10 9 12 31 28 +3 39
12 Osasuna 31 8 14 9 36 44 -8 38
13 Valencia 31 9 10 12 35 47 -12 37
14 Sevilla 31 9 9 13 34 42 -8 36
15 Espanyol 30 9 8 13 33 40 -7 35
16 Girona 31 9 7 15 38 48 -10 34
17 Alaves 31 7 9 15 33 45 -12 30
18 Las Palmas 31 7 8 16 37 52 -15 29
19 Leganes 31 6 10 15 29 48 -19 28
20 Valladolid 30 4 4 22 19 69 -50 16
Athugasemdir
banner