mán 13. maí 2019 22:40
Ívan Guðjón Baldursson
Ögmundur valinn leikmaður ársins hjá AEL
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ögmundur Kristinsson var valinn sem leikmaður ársins hjá AE Larissa í Grikklandi. Liðið var í fallbaráttu stærstan hluta tímabils.

Ögmundur gekk í raðir AEL í ágúst eftir að hafa verið hjá Excelsior í Hollandi, Hammarby í Svíþjóð og Randers í Danmörku. Þar áður var hann hjá Fram.

Ögmundur er 29 ára gamall en á aðeins 15 A-landsleiki að baki. Það er vegna þess að Hannes Þór Halldórsson hefur haldið landsliðssætinu frá honum undanfarin ár.

AEL endaði í tíunda sæti grísku deildarinnar, með 34 stig eftir 30 umferðir, tveimur stigum frá fallsvæðinu. Sverrir Ingi Ingason og félagar í PAOK unnu deildina.

Sjáðu markvörslur Ögmundar á tímabilinu




Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner