Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 13. maí 2022 07:35
Elvar Geir Magnússon
Championship umspilið að hefjast - „Yrði mögulega besta sagan í boltanum"
Kal Naismith og Robert Snodgrass, leikmenn Luton.
Kal Naismith og Robert Snodgrass, leikmenn Luton.
Mynd: Getty Images
„Ef Luton kæmist í úrvalsdeildina yrði það mögulega besta sagan í boltanum," segir Nathan Jones, stjóri Luton.

Félagið var utandeildarlið 2014 og hefur ekki spilað í efstu deild síðan 1992. Í kvöld leikur liðið fyrri leik sinn gegn Huddersfield í undanúrslitum Championship umspilsins.

Í hinu undanúrslitaeinvíginu mætast Sheffield United og Nottingham Forest og er fyrri leikur þeirra á morgun.

„Þetta er stærsti leikur sem hefur verið spilaður á þessum velli í afskaplega langan tíma. Þetta hefur verið afskaplega gott ferðalag og þetta er stórkostlegt fótboltafélag," segir Jones um Luton.

Kenilworth Road, heimavöllur Luton, tekur rúmlega 10 þúsund manns og verður vettvangur fyrri leiksins í kvöld klukkan 18:45. Seinni leikurinn verður í Huddersfield á mánudag en sigurliðið þarf svo að bíða í um tvær vikur eftir sjálfum úrslitaleiknum um úrvalsdeildarsæti, hann verður á Wembley 29. maí.
Athugasemdir
banner