Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   fös 13. maí 2022 22:47
Sigríður Dröfn Auðunsdóttir
Kristján Guðmunds: Held að hvortugt lið hafi fengið færi
Kvenaboltinn
Kristján Guðmundsson
Kristján Guðmundsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Kristján Guðmundsson þjálfari Stjörnunnar kom í viðtal eftir 2-0 tap sinna kvenna gegn Val í bestu deild kvenna í kvöld. Hann hafði þetta að segja um leikinn í kvöld. 

"Þetta er svona leikur að ég held að hvorugt lið hafi fengið færi í þessum leik, nema að þú kallir skallann frá Jasmínu úr horninu þegar hún skallaði yfir færi en þá eru engin færi í þessum leik."


Lestu um leikinn: Stjarnan 0 -  2 Valur

"Það eru tvö horn sem skilja á milli og seinna hornið var dæmt horn sem að á náttúrulega að vera markspyrna, en þannig er það bara. Þannig að heilt yfir vorum við bara gott lið.". 

Kristján var ánægður með sitt lið og spilamennsku liðsins. 

"Við erum stóra liðið í þessum leik, það erum við sem erum að gera eitthvað þannig að við erum ánægð með það. 

Stjarnan mætir Aftureldingu í næsta leik og segir Kristján að því fylgi ákveðin óvissa að mæta Aftureldingu á þessum tímapunkti, en þær bættu við sig þónokkrum leikmönnum á síðasta degi félagsskiptagluggans sem lokaðist á miðvikudagskvöld. 

"Það er eiginlega vonlaust að vita hvað maður á að gera á móti Aftureldingu, ég held þær séu með nýtt lið frá því í gær en já, nú erum við búnar að spila tvo leiki án þess að skora þannig að við þurfum að fá færi, við þurfum að skora, komast á það að skora. Þótt við höfum reyndar verið að spila við sterk lið núna í vikunni en þá viljum við fara að skora mörk.". 

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. 


Athugasemdir
banner
banner