Ramos orðaður við Man Utd - West Ham fylgist með Brassa - Sunderland vill Guendouzi
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
banner
   fös 13. maí 2022 22:47
Sigríður Dröfn Auðunsdóttir
Kristján Guðmunds: Held að hvortugt lið hafi fengið færi
Kvenaboltinn
Kristján Guðmundsson
Kristján Guðmundsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Kristján Guðmundsson þjálfari Stjörnunnar kom í viðtal eftir 2-0 tap sinna kvenna gegn Val í bestu deild kvenna í kvöld. Hann hafði þetta að segja um leikinn í kvöld. 

"Þetta er svona leikur að ég held að hvorugt lið hafi fengið færi í þessum leik, nema að þú kallir skallann frá Jasmínu úr horninu þegar hún skallaði yfir færi en þá eru engin færi í þessum leik."


Lestu um leikinn: Stjarnan 0 -  2 Valur

"Það eru tvö horn sem skilja á milli og seinna hornið var dæmt horn sem að á náttúrulega að vera markspyrna, en þannig er það bara. Þannig að heilt yfir vorum við bara gott lið.". 

Kristján var ánægður með sitt lið og spilamennsku liðsins. 

"Við erum stóra liðið í þessum leik, það erum við sem erum að gera eitthvað þannig að við erum ánægð með það. 

Stjarnan mætir Aftureldingu í næsta leik og segir Kristján að því fylgi ákveðin óvissa að mæta Aftureldingu á þessum tímapunkti, en þær bættu við sig þónokkrum leikmönnum á síðasta degi félagsskiptagluggans sem lokaðist á miðvikudagskvöld. 

"Það er eiginlega vonlaust að vita hvað maður á að gera á móti Aftureldingu, ég held þær séu með nýtt lið frá því í gær en já, nú erum við búnar að spila tvo leiki án þess að skora þannig að við þurfum að fá færi, við þurfum að skora, komast á það að skora. Þótt við höfum reyndar verið að spila við sterk lið núna í vikunni en þá viljum við fara að skora mörk.". 

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. 


Athugasemdir