Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
banner
   fös 13. maí 2022 22:47
Sigríður Dröfn Auðunsdóttir
Kristján Guðmunds: Held að hvortugt lið hafi fengið færi
Kvenaboltinn
Kristján Guðmundsson
Kristján Guðmundsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Kristján Guðmundsson þjálfari Stjörnunnar kom í viðtal eftir 2-0 tap sinna kvenna gegn Val í bestu deild kvenna í kvöld. Hann hafði þetta að segja um leikinn í kvöld. 

"Þetta er svona leikur að ég held að hvorugt lið hafi fengið færi í þessum leik, nema að þú kallir skallann frá Jasmínu úr horninu þegar hún skallaði yfir færi en þá eru engin færi í þessum leik."


Lestu um leikinn: Stjarnan 0 -  2 Valur

"Það eru tvö horn sem skilja á milli og seinna hornið var dæmt horn sem að á náttúrulega að vera markspyrna, en þannig er það bara. Þannig að heilt yfir vorum við bara gott lið.". 

Kristján var ánægður með sitt lið og spilamennsku liðsins. 

"Við erum stóra liðið í þessum leik, það erum við sem erum að gera eitthvað þannig að við erum ánægð með það. 

Stjarnan mætir Aftureldingu í næsta leik og segir Kristján að því fylgi ákveðin óvissa að mæta Aftureldingu á þessum tímapunkti, en þær bættu við sig þónokkrum leikmönnum á síðasta degi félagsskiptagluggans sem lokaðist á miðvikudagskvöld. 

"Það er eiginlega vonlaust að vita hvað maður á að gera á móti Aftureldingu, ég held þær séu með nýtt lið frá því í gær en já, nú erum við búnar að spila tvo leiki án þess að skora þannig að við þurfum að fá færi, við þurfum að skora, komast á það að skora. Þótt við höfum reyndar verið að spila við sterk lið núna í vikunni en þá viljum við fara að skora mörk.". 

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. 


Athugasemdir
banner