
Sigurbjörn Hreiðarsson þjálfari Grindavíkur var að vonum svekktur eftir slæmt tap gegn ÍBV á heimavelli í Mjólkubikarnum. „Það fór ansi margt úrskeiðis, eftir fyrsta markið þeirra sem kom bara eftir mínútu fannst mér við gefast ansi auðveldlega upp''
Lestu um leikinn: Grindavík 1 - 5 ÍBV
„Fengum á okkur strax 0-2 og þá var þetta orðið erfitt.
Mér fannst við rísa upp í fyrri hálfleik þó, mér fannst við koma þokkalegir eftir það svo bara í seinni hálfleik þá komumst við aldrei inn''.
Hann skóf ekkert af því að þetta hefði alls ekki verið gott í dag hjá Grindavík. „Þetta voru auðveld mörk, þetta var bara lélegur dagur hjá okkur, við vorum lélegir
Flestir eru á því að Grindavík fari upp um deild á þessu ári, Sigurbjörn var þó alveg sammála því að þeir yrðu að gera betur en í þessum leik svo það yrði að veruleika. „Við þurfum bara að vera á tánum hérna, við þurfum að gera bara betur, það er bara þannig''
„5-1 er allt of mikið og mér fannst þeir ganga ansi létt frá okkur, við vorum of litlir í okkur
Hann býst ekki við því að bæta við sig leikmönnum áður tímabilið hefst. „Nei, við erum með nógu gott lið, þessir strákar sem byrjuðu þennan leik eru nógu góðir til að gera betur en þetta''
Athugasemdir