
Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Breiðabliks, var að vonum sáttur við sínar stelpur þegar flautað var til leiksloka í leik Breiðabliks og FH í fyrstu umferð Pepsi Max deildarinnar.
„Ánægður og sáttur. Sáttur við leik liðsins að flestu leyti. Sköpuðum okkur mikið af færum. Smá skrekkur hjá okkur í byrjun sem er alltaf í fyrsta leik og kom manni svo sem ekkert á óvart.“
„Ánægður og sáttur. Sáttur við leik liðsins að flestu leyti. Sköpuðum okkur mikið af færum. Smá skrekkur hjá okkur í byrjun sem er alltaf í fyrsta leik og kom manni svo sem ekkert á óvart.“
Lestu um leikinn: Breiðablik 3 - 0 FH
Breiðablik gjörsamlega óð í færum í þessum leik og það var með ólíkindum að annað mark þeirra hafi ekki komið fyrr en í uppbótartíma síðari hálfleiks.
„Ég held að leikmenn hafi verið búnir að skjóta einhver milljón skot um leið og við byrjuðum að æfa í hópum. Það voru endalausar skotæfingar og endalausar svoleiðis æfingar. Þær hafa greinilega bara ekki verið nógu góðar.“
Hvað tekur Steini út úr leiknum og hvernig fannst honum spilamennska liðsins?
„Margt jákvætt. Það var ágætis flæði og við vorum að skapa töluvert mikið af færum. Auðvitað færanýtingin ekki góð en það er sama, á meðan þú ert að skapa þér færi þá áttu möguleika á því að skora og það er jákvætt. Það er bara jákvætt að fara í gegnum fyrsta leik, fá ekki á sig mark og þetta snýst bara um að safna stigum. Fyrsti leikur er alltaf erfiður, það er auka stress og kannski extra núna þar sem að undirbúningstímabilið er búið að vera ennþá lengra. Ég fer sáttur á koddann í kvöld með þrjú stig.“
Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir