Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
Venni: Get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   lau 13. júní 2020 16:07
Hilmar Jökull Stefánsson
Steini Halldórs: Stefnan er náttúrulega að vinna titilinn
Kvenaboltinn
Steini í leik með Breiðablik.
Steini í leik með Breiðablik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Breiðabliks, var að vonum sáttur við sínar stelpur þegar flautað var til leiksloka í leik Breiðabliks og FH í fyrstu umferð Pepsi Max deildarinnar.

„Ánægður og sáttur. Sáttur við leik liðsins að flestu leyti. Sköpuðum okkur mikið af færum. Smá skrekkur hjá okkur í byrjun sem er alltaf í fyrsta leik og kom manni svo sem ekkert á óvart.“

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  0 FH

Breiðablik gjörsamlega óð í færum í þessum leik og það var með ólíkindum að annað mark þeirra hafi ekki komið fyrr en í uppbótartíma síðari hálfleiks.

„Ég held að leikmenn hafi verið búnir að skjóta einhver milljón skot um leið og við byrjuðum að æfa í hópum. Það voru endalausar skotæfingar og endalausar svoleiðis æfingar. Þær hafa greinilega bara ekki verið nógu góðar.“

Hvað tekur Steini út úr leiknum og hvernig fannst honum spilamennska liðsins?

„Margt jákvætt. Það var ágætis flæði og við vorum að skapa töluvert mikið af færum. Auðvitað færanýtingin ekki góð en það er sama, á meðan þú ert að skapa þér færi þá áttu möguleika á því að skora og það er jákvætt. Það er bara jákvætt að fara í gegnum fyrsta leik, fá ekki á sig mark og þetta snýst bara um að safna stigum. Fyrsti leikur er alltaf erfiður, það er auka stress og kannski extra núna þar sem að undirbúningstímabilið er búið að vera ennþá lengra. Ég fer sáttur á koddann í kvöld með þrjú stig.“

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner