Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 13. júní 2022 21:25
Brynjar Ingi Erluson
Hver á að vera leiðtogi landsliðsins? - „Rúnar er með mestu möguleikana á að taka þetta að sér"
Rúnar Alex Rúnarsson
Rúnar Alex Rúnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hannes Þór Halldórsson hrósaði Kóra fyrir hans störf sem leiðtogi liðsins til fjölda ára
Hannes Þór Halldórsson hrósaði Kóra fyrir hans störf sem leiðtogi liðsins til fjölda ára
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þeir ræddu möguleika Harðar á að vera leiðtogi liðsins
Þeir ræddu möguleika Harðar á að vera leiðtogi liðsins
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Hannes Þór Halldórsson, fyrrum markvörður íslenska landsliðsins, segir að Rúnar Alex Rúnarsson sé með mestu möguleikana til að gerast leiðtogi liðsins.

Það hefur lengi verið talað um það að það vanti leiðtoga í landsliðið.

Kári Árnason var gríðarlega mikilvægur leiðtogi er liðið kom sér á EM og HM en eftir að hann lagði skóna á hilluna þá hefur vantað leiðtoga. Aron Einar Gunnarsson getur ekki spilað með landsliðinu en Hannes telur mikilvægt að einn af varnarþríhyrningnum þurfi að stíga upp.

„Við þurfum að finna leiðtogann í þríhyrningnum. Hafsentarnir tveir og markmaðurinn. Ég bjó við það að vera með Kára fyrir framan mig. Ég held að fótboltaheilinn hans hafi verið jafn mikilvægur og hægri löppin hans Gylfa. Það þarf einhver í þessum þríhyrning að taka þetta hlutverk."

„Varnarmennirnir okkar eru fýsískir flottir varnarmann. Þú ert með Brynjar sem er vel byggður, Daníel sem er góður varnarmaður og Hörð Björgvin sem er með langmestu reynsluna af þeim. Spurning hvort hann hafi sömu innsýn í leikinn og tildæmis Kári hafði svo maður hrósi honum aðeins."

„Af þessum mönnum sem við höfum úr að velja finnst mér Rúnar Alex sá sem þarf stíga upp og taka þetta hlutverk að sér. Hann er að spila á háu leveli og búinn að gera lengi. Hann er klár náungi og mikilvægt að við fáum þennan leiðtoga upp í þessari hjarta varnarinnar sem er að stýra mönnum fyrir framan sig og hliðar sig,"
sagði Hannes.

Rúrik talaði um að það vanti þennan helsta leiðtoga, sem stýrir öllu.

„Já, algjörlega. Þú sérð það í andlitinu á leikmönnunum. Mig langar að óska Herði og fjölskyldu til hamingju með nýfætt barn og hann er að fórna sér fyrir málstaðinn og gerði það vel í dag. Hannes kom spot-on inn á það hvort hann sé leiðtoginn eða ekki en mér finnst heilt yfir vanta leiðtogann í liðinu."

Rúnar Alex getur tekið þetta hlutverk

Hannes bætti svo við að hann telur Rúnar Alex eiga mestu möguleikana á að taka hlutverkið að sér.

„Málið með það líka. Ég hef farið í gegnum krísur með liðum og það er komið inná þetta að það vanti leiðtoga en menn geta verið mismunandi og það getur verið erfitt að breyta sér. Það kemur maður inn og skellir því inn á liðið að það vanti leiðtoga en menn geta verið leiðtogar með alls konar leiðum. Menn sem segja ekki neitt en leiða með góðu fordæmum, æfa meira en aðrir, skora mörk og draga menn áfram en það vantar kannski þennan hefðbundna hefðbundan Sigga Jóns eða Aron sem er með liðið á bakinu."

„Þó það sé fullt af flottum týpum sem eru að gera hlutina á sinn hátt. Eins og ég segi með þennan varnarþríhyrning. Það er erfitt að breyta sjálfum sér og þó einhver komi og segi að þú þurfir að vera leiðtogi, þá eru menn eins og þeir eru. Ég held að Rúnar Alex hafi mestu möguleikana á að taka þetta að sér og vaxa í liðinu," sagði Hannes ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner
banner