Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
   fim 13. júní 2024 22:20
Stefán Marteinn Ólafsson
Árni Freyr: Skorti bara smá gæði og ákvarðanatöku
Lengjudeildin
Árni Freyr Guðnason þjálfari ÍR
Árni Freyr Guðnason þjálfari ÍR
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

ÍR heimsóttu Njarðvíkinga í 7.umferð Lengjudeildarinnar sem hóf göngu sína nú í kvöld. 

ÍR vonaðist til þess að byggja ofan á flott úrslit úr síðustu umferð gegn ÍBV en heimamenn í Njarðvík reyndust þeim erfiðir.


Lestu um leikinn: Njarðvík 3 -  0 ÍR

„Mikil vonbrigði að tapa og alltaf leiðinlegt að tapa." Sagði Árni Freyr Guðnason annar af þjálfurum ÍR eftir leikinn í kvöld.

„Þeir voru hættulegri þegar þeir komust inn í teiginn en við fengum líka tvö, þrjú dauðafæri og skalla í slá þarna í fyrri hálfleik." 

„Við vorum ekki góðir í fyrri hálfleik. Aðeins skárri í seinni hálfleik og þetta fór bara eins og það fór." 

ÍR fengu fullt af álitlegum færum í þessum leik og í raun ótrúlegt að þeir hafi ekki náð inn allavega einu marki í þessum leik. 

„Ef það hefði farið 3-1 þá væri ég jafn pirraður. Ef við hefðum minnkað í 2-1 snemma í fyrri hálfleik eða um miðbik þá held ég að við hefðum getað sett svolítið á þá í lokin. Okkur skorti bara smá gæði og betri ákvarðanartöku til þess að geta búið til mark. Fengum vissulega fín færi en hefðum getað skapað ennþá betri færi úr stöðunum sem að við fengum þannig við þurfum bara að laga það."

Nánar er rætt við Árna Freyr Guðnason í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner