Chelsea gerir tilboð í Bellingham - Stórlið vilja Wirtz - Man City gæti gert tilbið í Wharton
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
   fim 13. júní 2024 22:20
Stefán Marteinn Ólafsson
Árni Freyr: Skorti bara smá gæði og ákvarðanatöku
Lengjudeildin
Árni Freyr Guðnason þjálfari ÍR
Árni Freyr Guðnason þjálfari ÍR
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

ÍR heimsóttu Njarðvíkinga í 7.umferð Lengjudeildarinnar sem hóf göngu sína nú í kvöld. 

ÍR vonaðist til þess að byggja ofan á flott úrslit úr síðustu umferð gegn ÍBV en heimamenn í Njarðvík reyndust þeim erfiðir.


Lestu um leikinn: Njarðvík 3 -  0 ÍR

„Mikil vonbrigði að tapa og alltaf leiðinlegt að tapa." Sagði Árni Freyr Guðnason annar af þjálfurum ÍR eftir leikinn í kvöld.

„Þeir voru hættulegri þegar þeir komust inn í teiginn en við fengum líka tvö, þrjú dauðafæri og skalla í slá þarna í fyrri hálfleik." 

„Við vorum ekki góðir í fyrri hálfleik. Aðeins skárri í seinni hálfleik og þetta fór bara eins og það fór." 

ÍR fengu fullt af álitlegum færum í þessum leik og í raun ótrúlegt að þeir hafi ekki náð inn allavega einu marki í þessum leik. 

„Ef það hefði farið 3-1 þá væri ég jafn pirraður. Ef við hefðum minnkað í 2-1 snemma í fyrri hálfleik eða um miðbik þá held ég að við hefðum getað sett svolítið á þá í lokin. Okkur skorti bara smá gæði og betri ákvarðanartöku til þess að geta búið til mark. Fengum vissulega fín færi en hefðum getað skapað ennþá betri færi úr stöðunum sem að við fengum þannig við þurfum bara að laga það."

Nánar er rætt við Árna Freyr Guðnason í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner