Solanke á sölulista hjá Tottenham - Tilboðum Tottenham og Man Utd í Semenyo hafnað - Tottenham á eftir Samu
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
Lárus Orri: Ég vissi að það væri verið að gera góða hluti hérna á Akranesi
Heimir kveður FH: Frábært að enda þetta með honum
   fim 13. júní 2024 22:20
Stefán Marteinn Ólafsson
Árni Freyr: Skorti bara smá gæði og ákvarðanatöku
Lengjudeildin
Árni Freyr Guðnason þjálfari ÍR
Árni Freyr Guðnason þjálfari ÍR
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

ÍR heimsóttu Njarðvíkinga í 7.umferð Lengjudeildarinnar sem hóf göngu sína nú í kvöld. 

ÍR vonaðist til þess að byggja ofan á flott úrslit úr síðustu umferð gegn ÍBV en heimamenn í Njarðvík reyndust þeim erfiðir.


Lestu um leikinn: Njarðvík 3 -  0 ÍR

„Mikil vonbrigði að tapa og alltaf leiðinlegt að tapa." Sagði Árni Freyr Guðnason annar af þjálfurum ÍR eftir leikinn í kvöld.

„Þeir voru hættulegri þegar þeir komust inn í teiginn en við fengum líka tvö, þrjú dauðafæri og skalla í slá þarna í fyrri hálfleik." 

„Við vorum ekki góðir í fyrri hálfleik. Aðeins skárri í seinni hálfleik og þetta fór bara eins og það fór." 

ÍR fengu fullt af álitlegum færum í þessum leik og í raun ótrúlegt að þeir hafi ekki náð inn allavega einu marki í þessum leik. 

„Ef það hefði farið 3-1 þá væri ég jafn pirraður. Ef við hefðum minnkað í 2-1 snemma í fyrri hálfleik eða um miðbik þá held ég að við hefðum getað sett svolítið á þá í lokin. Okkur skorti bara smá gæði og betri ákvarðanartöku til þess að geta búið til mark. Fengum vissulega fín færi en hefðum getað skapað ennþá betri færi úr stöðunum sem að við fengum þannig við þurfum bara að laga það."

Nánar er rætt við Árna Freyr Guðnason í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner