Liverpool undirbýr tilboð í Smit - Jackson vill ekki fara frá Bayern - Baleba ofarlega á óskalista Amorim - Pulisic bíður með að skrifa undir
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   fim 13. júní 2024 22:20
Stefán Marteinn Ólafsson
Árni Freyr: Skorti bara smá gæði og ákvarðanatöku
Lengjudeildin
Árni Freyr Guðnason þjálfari ÍR
Árni Freyr Guðnason þjálfari ÍR
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

ÍR heimsóttu Njarðvíkinga í 7.umferð Lengjudeildarinnar sem hóf göngu sína nú í kvöld. 

ÍR vonaðist til þess að byggja ofan á flott úrslit úr síðustu umferð gegn ÍBV en heimamenn í Njarðvík reyndust þeim erfiðir.


Lestu um leikinn: Njarðvík 3 -  0 ÍR

„Mikil vonbrigði að tapa og alltaf leiðinlegt að tapa." Sagði Árni Freyr Guðnason annar af þjálfurum ÍR eftir leikinn í kvöld.

„Þeir voru hættulegri þegar þeir komust inn í teiginn en við fengum líka tvö, þrjú dauðafæri og skalla í slá þarna í fyrri hálfleik." 

„Við vorum ekki góðir í fyrri hálfleik. Aðeins skárri í seinni hálfleik og þetta fór bara eins og það fór." 

ÍR fengu fullt af álitlegum færum í þessum leik og í raun ótrúlegt að þeir hafi ekki náð inn allavega einu marki í þessum leik. 

„Ef það hefði farið 3-1 þá væri ég jafn pirraður. Ef við hefðum minnkað í 2-1 snemma í fyrri hálfleik eða um miðbik þá held ég að við hefðum getað sett svolítið á þá í lokin. Okkur skorti bara smá gæði og betri ákvarðanartöku til þess að geta búið til mark. Fengum vissulega fín færi en hefðum getað skapað ennþá betri færi úr stöðunum sem að við fengum þannig við þurfum bara að laga það."

Nánar er rætt við Árna Freyr Guðnason í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner