Rabiot nálgast Man Utd - Mount til sölu - Branthwaite fær stórbættan samning - Kante hefur náð samkomulagi við West Ham
Rúnar Páll: Spyrjum að leikslokum hvernig þetta fer allt saman
Jökull: Skiptir ekki máli hvort við séum í Evrópukeppni eða deild - Viljum halda áfram að verða betri
Helgi Fróði: Verð að vera duglegri að setja hann
Pálmi Rafn: Einhverju leiti þá þurfum við að gera betur
Gunnar Magnús: Gleði að upplifa það loksins að vinna fótboltaleik
Donni um nýjan leikmann: Erum bara að bíða eftir leikheimild
Brynjar Kristmunds: Bað um smá ástríðu
Rikki G var í liðstjórn KFA - „Yrði fyrir neðan allar hellur“
Sveinn Margeir: Geggjað að enda á þessum nótum
Hallgrímur Jónasson: Erum á rosalega góðum stað
Arnar Gunnlaugs: Veldi geta dottið niður
Natasha: Valur var alltaf fyrsti kosturinn
Siggi Höskulds: Þróttur hefði átt að vinna þetta stærra
Glenn eftir grátlegt tap: Erfitt að kyngja þessu
Pétur léttur eftir sigur: Ég mun allavegana tala við Glódísi
Venni í skýjunum eftir sigur á Akureyri - „Var ekkert að fá hjartaáfall í lokin"
Guðni Eiríks svekktur: Dómarinn hafði ekki þor til að flauta
Óli Kristjáns: Torsótt en sanngjarnt
Eiður Aron um gengi Vestra: Höfum verið eins og hjartalínurit
Nik Chamberlain: Fyrir utan eitthvað korter í seinni hálfleiknum þá stóðum við okkur vel
   fim 13. júní 2024 22:20
Stefán Marteinn Ólafsson
Árni Freyr: Skorti bara smá gæði og ákvarðanatöku
Lengjudeildin
Árni Freyr Guðnason þjálfari ÍR
Árni Freyr Guðnason þjálfari ÍR
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

ÍR heimsóttu Njarðvíkinga í 7.umferð Lengjudeildarinnar sem hóf göngu sína nú í kvöld. 

ÍR vonaðist til þess að byggja ofan á flott úrslit úr síðustu umferð gegn ÍBV en heimamenn í Njarðvík reyndust þeim erfiðir.


Lestu um leikinn: Njarðvík 3 -  0 ÍR

„Mikil vonbrigði að tapa og alltaf leiðinlegt að tapa." Sagði Árni Freyr Guðnason annar af þjálfurum ÍR eftir leikinn í kvöld.

„Þeir voru hættulegri þegar þeir komust inn í teiginn en við fengum líka tvö, þrjú dauðafæri og skalla í slá þarna í fyrri hálfleik." 

„Við vorum ekki góðir í fyrri hálfleik. Aðeins skárri í seinni hálfleik og þetta fór bara eins og það fór." 

ÍR fengu fullt af álitlegum færum í þessum leik og í raun ótrúlegt að þeir hafi ekki náð inn allavega einu marki í þessum leik. 

„Ef það hefði farið 3-1 þá væri ég jafn pirraður. Ef við hefðum minnkað í 2-1 snemma í fyrri hálfleik eða um miðbik þá held ég að við hefðum getað sett svolítið á þá í lokin. Okkur skorti bara smá gæði og betri ákvarðanartöku til þess að geta búið til mark. Fengum vissulega fín færi en hefðum getað skapað ennþá betri færi úr stöðunum sem að við fengum þannig við þurfum bara að laga það."

Nánar er rætt við Árna Freyr Guðnason í spilaranum hér fyrir ofan.


Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Fjölnir 13 9 3 1 27 - 13 +14 30
2.    Njarðvík 13 7 3 3 25 - 17 +8 24
3.    ÍBV 13 6 4 3 25 - 15 +10 22
4.    ÍR 13 5 4 4 19 - 18 +1 19
5.    Þróttur R. 13 5 3 5 21 - 18 +3 18
6.    Keflavík 13 4 6 3 17 - 14 +3 18
7.    Þór 13 4 5 4 21 - 19 +2 17
8.    Grindavík 13 4 5 4 21 - 24 -3 17
9.    Afturelding 13 5 2 6 20 - 26 -6 17
10.    Leiknir R. 13 4 0 9 15 - 23 -8 12
11.    Grótta 13 2 4 7 19 - 32 -13 10
12.    Dalvík/Reynir 13 1 5 7 12 - 23 -11 8
Athugasemdir
banner
banner
banner