Tottenham vill Eze - Belgi orðaður við Arsenal - Man Utd í viðræðum um Rabiot
   fim 13. júní 2024 17:00
Elvar Geir Magnússon
Guinness orðinn opinber bjór ensku úrvalsdeildarinnar
Mynd: Guinness
Írski bjórframleiðandinn Guinness hefur gert samning við ensku úrvalsdeildina og er Guinness orðinn opinber bjór deildarinnar.

Guinness hefur hingað til ekki verið áberandi í kringum fótboltann en lagt áherslu á ruðningsíþróttina.

Fyrirtækið ætlar í samstarfi við ensku úrvalsdeildina að bæta upplifun vallargesta enn frekar og standa fyrir ýmsum skemmtilegum uppákomum.

Samningurinn er til fjögurra ára og er sagt að Guinness greiði tíu milljónir punda árlega til deildarinnar.

Margir bjóraðdáendur geta glaðst yfir því að geta gengið að því vísu að fá sér Guinness á völlum ensku úrvalsdeildarinnar. Það verður líka hægt að fá sér 0,0% áfengislausu útgáfuna af drykknum.

Guinness-bjórinn hefur verið bruggaður síðan 1759 og einkennist af dökka litnum og brennda bragðinu sem kemur frá ristuðu ómöltuðu byggi.


Athugasemdir
banner
banner