Janúartilboð frá Liverpool í Kerkez og Zubimendi - Forest vill Ferguson - Man Utd hefur áhuga á Raum og Yildiz
   fim 13. júní 2024 11:11
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Úr þriðju deild og kennaranámi á Evrópumótið
Maximilian Entrup.
Maximilian Entrup.
Mynd: Getty Images
Var að spila í þriðju deild í Austurríki í fyrra.
Var að spila í þriðju deild í Austurríki í fyrra.
Mynd: Getty Images
Ein áhugaverðasta sagan fyrir Evrópumótið í sumar er saga Austurríkismannsins Maximilian Entrup.

Hann hefur farið öðruvísi leið í fótboltanum en liðsfélagar sínir og allflestir leikmennirnir á mótinu.

Entrup er sóknarmaður sem hefur á síðastliðnu ári farið úr því að spila sem áhugamaður í þriðju deild í Austurríki í það að fara með þjóð sinni á EM. Liðið sem hann spilaði með í þriðju deild er ekki einu sinni með Wikipedia-síðu.

„Ferill hans hefur verið stórkostlegur. Hann var að spila í þriðju deild með Marchfeld Donauauen. Fyrir ári skipti hann til Harberg í efstu deild og endaði næst markahæstur í deildinni með 13 mörk. Svo var hann valinn af Ralf Rangnick í landsliðið í mars, kom inn á og skoraði með síðustu snertingu leiksins í 6-1 sigri á Tyrklandi. Þetta hefur verið ævintýraár fyrir Entrup," sagði The Sweeper hlaðvarpinu þar sem farið var yfir sögu hans.

„Áður en þetta ævintýri byrjaði allt saman þá ákvað hann að huga að ferlinum utan vallar ef hann væri ekki í fótbolta mikið lengur. Hann fór að læra að vera íþróttakennari og útskrifaðist úr því námi síðasta haust."

„Þetta sýnir hvað það er stutt á milli í þessu. Þessar sögur eru samt ekki oft svona rosalegar."

Entrup ólst upp hjá Austria Vín og spilaði svo aðeins fyrir Rapid Vín þegar hann var yngri, en hann fann sig ekki. Svo loksins fóru hlutirnir að tikka hjá honum í þriðju deildinni í fyrra og hann fékk flott skref við það. Ralf Rangnick, landsliðsþjálfari Austurríkis, sá eitthvað í Entrup og núna er hann á leiðinni á EM.

Það verður gaman að sjá hvort að hann fái tækifæri á mótinu í Þýskalandi en saga hans er mögnuð.
Athugasemdir
banner
banner