þri 11.jún 2024 13:25 Mynd: Getty Images |
|
Spáin fyrir D-riðil á EM: Stórstjörnur fjarri góðu gamni
Evrópumótið í fótbolta hefst næsta föstudag og er spennan heldur betur að magnast fyrir mótinu. Við höldum áfram að hita upp fyrir riðlakeppnina með því að birta upphitunarfréttir um hvern riðil. Núna er komið að D-riðlinum en liðin í þeim riðli eru:
Pólland
Holland
Austurríki
Frakkland
Sjá einnig:
Allir riðlarnir á EM skoðaðir með Gunna Birgis og Jóa Ástvalds
1. Frakkland
Staða á heimslistanum: 2
Eins og á síðustu stórmótum þá er franska liðið ógnarsterkt og fyrirfram eru þeir líklegastir til að fara alla leið, kannski ásamt Englendingum. Frakkar eru með það öfluga leikmenn að þeir gætu örugglega stillt upp fimm sterkum liðum sem gætu farið langt í þessu móti. Leikmenn eins og Malo Gusto, Jean-Clair Todibo, Michael Olise, Christopher Nkunku og Moussa Diaby þurfa bara að sitja heima og horfa á þetta mót. Olise? Það var bara ekkert pláss fyrir hann. Frakkarnir eru alveg gríðarlega sterkir en eru samt að glíma við svipuð vandamál og Englendingar, að vörnin er ekki alveg kannski búin að tengjast nægilega vel. Erum við í alvöru að fara að sjá William Saliba byrja á bekknum?
Þjálfarinn: Didier Deschamps
Það var talað um það eftir HM í Katar að Deschamps myndi hverfa á braut og talað var um Zinedine Zidane, en annað kom á daginn. Deschamps framlengdi samning sinn til 2026 og kemur til með að stýra liðinu á næstu tveimur stórumótum, að minnsta kosti. Deschamps hefur skilað mjög flottu starfi með franska landsliðið síðustu tólf þar árin og þar stendur auðvitað upp úr heimsmeistaratitill árið 2018.
Lykilmaður: Kylian Mbappe
Það er auðvelt að færa rök fyrir því að Mbappe sé besti fótboltamaður í heimi. Hann elskar líka að spila með landsliðinu og er búinn að skora 47 mörk í 79 landsleikjum þrátt fyrir að vera bara 25 ára. Muniði eftir frammistöðu hans í úrslitaleik HM 2022? Það er líklega ein besta einstaklingsframmistaða sögunnar en samt dugði hún ekki til sigurs. Það var ótrúlegt. Mbappe skrifaði nýverið undir samning við Real Madrid og verður gaman að fylgjast með honum í spænsku höfuðborginni eftir HM.
Fylgist með: Warren Zaïre-Emery
Að komast í þetta franska landslið þegar þú ert þetta ungur, það er bara ákveðið afrek út af fyrir sig. Þetta er bara næsti Kante eða Makelele; þessi leikmaður er að fara vera á miðju Frakka næstu 14 til 16 árin. Átján ára leikmaður sem byrjaði 21 leik fyrir frönsku meistarana í PSG og var geggjaður þar sem hann skoraði einnig tvö mörk og lagði upp þrjú. Verður fróðlegt að sjá hvaða hlutverk hann fær í franska liðinu.
2. Holland
Staða á heimslistanum: 7
Hollendingar hafa litið bara býsna vel út í aðdraganda mótsins, liða best jafnvel. Þeir pökkuðu okkur Íslendingum saman í Rotterdam í gær og það fyllir liðið eflaust bjartsýni í flugvélinni til Þýskalands. En er ástæða til bjartsýni? Hollendingar hafa verið að glíma við meiðsli í aðdraganda mótsins. Frenkie de Jong, ein af stjörnum liðsins, verður ekki með og það sama má segja um Teun Koopmeiners, miðjumann Atalanta á Ítalíu, sem hefði annars líklega byrjað. Hollendingar lentu í vandræðum í undankeppninni og voru tæpir á því að komast beint inn á mótið, en það tókst. Þetta er langt frá því að vera sterkasta hollenska landslið sögunnar en hópurinn virðist mjög samheldinn og það verður að vera þannig ef liðið ætlar sér langt.
Þjálfarinn: Ronald Koeman
Koeman er reynslumikill þjálfari sem var frábær leikmaður á sínum tíma. Hann er núna að stýra hollenska landsliðinu í annað sinn en fyrst stýrði hann frá 2018 til 2020. Þá tók hann við Barcelona en það gekk nú lítið þar upp hjá honum. Hann er núna að fara að stýra hollenska landsliðinu í fyrsta sinn á stórmóti og verður gaman að sjá hvernig það fer.
Lykilmaður: Virgil van Dijk
Langmikilvægasti leikmaður Hollands er Rolls Royce kagginn í vörninni. Er leiðtogi liðsins innan sem utan vallar og þeirra besti fótboltamaður. Átti frábært tímabil með Liverpool og er aftur orðinn einn besti varnarmaður í heimi eftir að hafa gengið í gegnum erfið meiðsli. Allt sem hann gerir virðist vera svo auðvelt; hann lætur það líta út fyrir að vera þannig.
Fylgist með: Xavi Simons
Var orðin barnastjarna hjá Barcelona mjög ungur með áberandi hár og héldu margir það yrði ekkert úr þessum strák - hann yrði bara barnastjarna og ekkert meira - en hann hefur heldur betur afsannað það. Átt tvö mögnuð tímabil með PSV og Leipzig á láni frá PSG og má búast við honum í lykilhlutverki hjá Hollandi. Spilar framarlega á vellinum og getur galdrað hluti upp úr engu. Skoraði sitt fyrsta landsliðsmark gegn Íslandi í gær.
3. Austurríki
Staða á heimslistanum: 25
Austurríkismenn hafa litið vel út frá því Ralf Rangnick tók við liðinu. Það hefur verið stöðug þróun í rétta átt og það var mikil gleði þegar liðinu tókst að tryggja sig beint inn á Evrópumótið. En svo komu höggin. David Alaba, þeirra besti maður, meiddist alvarlega og verður ekki með á mótinu. Það sama má segja um Xaver Schlager, sem spilaði mikilvægt hlutverk á miðsvæðinu. Eitt er víst er að þetta austurríska lið mun hlaupa og berjast. Þeir munu pressa og þeir munu gera andstæðingunum lífið leitt. Væntingarnar urðu talsvert minni eftir meiðsli Alaba en kannski koma þeir á óvart.
Þjálfarinn: Ralf Rangnick
Átti að fara inn í hlutverk sem ráðgjafi Manchester United en var búinn að tala svo mikið opinskátt um vandræði félagsins í starfi sínu sem bráðabirgðarstjóri að eigendur félagsins fögnuðu því örugglega dátt þegar hann tók við sem landsliðsþjálfari Austurríkis í apríl 2022. Hann virðist henta fullkomlega fyrir þetta lið og hans stíll passar vel fyrir leikmennina. Eins og fólk veit kannski, þá elskar hann að pressa og stjórna leikjum. Stuðningsmenn austurríska landsliðsins dýrka Rangnick og voru fegnir þegar hann neitaði stórliði Bayern München rétt fyrir mót. Að sjá hvernig Rangnick mun takast upp með vænbrotnu Austurríkisliði verður eitt það áhugaverðasta á þessu Evrópumóti.
Lykilmaður: Marcel Sabitzer
Þegar Alaba er ekki með, þá er Sabitzer mikilvægasti leikmaður liðsins og hann þarf að taka aukna ábyrgð. Fann sig ekki hjá Bayern München né Manchester United. Var keyptur til Borussia Dortmund síðasta sumar og átti þar frábært tímabil þar sem hann hjálpaði liðinu að komast í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Hann er ekki sá háværasti utan vallar og stelur ekki fyrirsögnunum með orðum sínum, en innan vallar gerir hann gæfumuninn.
Fylgist með: Marko Arnautovic
Er orðinn 35 ára gamall og er bæði markahæstur- og leikjahæstur í austurríska hópnum. Er gríðarlega sterkur í teignum og getur pússað skotfótinn. Er líka alveg líklegur til að gera eitthvað heimskulegt og því er gaman að fylgjast með honum.
4. Pólland
Staða á heimslistanum: 28
Pólverjar misstu líklega andann í nokkrar sekúndur í gærkvöldi þegar Robert Lewandowski, þeirra langstærsta stjarna, fór meiddur af velli í síðasta æfingaleiknum fyrir Evrópumótið. Núna hefur komið í ljós að hann er með rifinn vöðva í lærinu. Pólverjar ætla að gera allt svo hann geti spilað í öðrum leiknum í mótinu, en útlitið er ekki gott. Mögulega spilar hann ekkert með. Ef svo verður, þá eru möguleikar Póllands á að gera eitthvað á þessu móti orðnir talsvert minni. Póllandi gekk hörmulega í undankeppninni og tapaði meðal annars gegn Moldóvu. Þeir komust í gegnum umspilið en væntingarnar í Póllandi eru í lágmarki. Pólska liðið er leiðinlegt og fyrirsjáanlegt, en þeir munu berjast. Hvort það dugi þeim í þessu dauðariðli er afar ólíklegt.
Þjálfarinn: Michal Probierz
Fernando Santos, maðurinn sem stýrði Portúgal til sigurs á EM 2016, hóf undankeppnina fyrir þetta mót sem þjálfari Póllands en það gekk ömurlega með hann við stjórnvölinn. Hann stýrði liðinu í tapi gegn Moldóvu og var harðlega gagnrýndur. Santos var á endanum rekinn áður en undankeppnin kláraðist. Michal Probierz var ráðinn í staðinn en hann og Cezary Kulesza, forseti pólska sambandsins, eru góðir vinir. Hann þétti vörnina og kom liðinu á mótið. Þjálfaraferill hans er fullur af hæðum og lægðum en hann er líklega þekktastur fyrir tíma sinn hjá Jagiellonia Bialystok þar sem hann gerði afar vel.
Lykilmaður: Robert Lewandowski
Hvað munu þeir gera án Lewandowski? Ef hann getur ekkert tekið þátt, þá sér maður Pólland alls ekki gera mikið. Er einn besti markaskorari samtímans og er vinsælasti Pólverji í heimi þó tennisdrottningin Iga Swiatek sé að nálgast hann. Leikur með Barcelona og var þar áður hjá Bayern München. Það vita allir hvaða ógn stafar af Lewandowski í teignum og þjálfarar andstæðingana horfa yfirleitt bara á hann þegar þeir mæta Póllandi.
Fylgist með: Krzysztof Piatek og Karol Swiderski
Þurfa að taka meiri ábyrgð í fjarveru Lewandowski. Alls ekki lélegir leikmenn. Piatek spilar með Istanbul Basaksehir í Tyrklandi en hann var áður hjá Hertha Berlín og AC Milan. Swiderski spilar þá með Hellas Verona á Ítalíu. Þeir hafa samtals skorað 22 landsliðsmörk á meðan Lewandowski hefur gert 82, en þeir þurfa að standa sig í fjarveru hans.
Leikjadagskrá
sunnudagur 16. júní
13:00 Pólland - Holland
mánudagur 17. júní
19:00 Austurríki - Frakkland
föstudagur 21. júní
16:00 Pólland - Austurríki
19:00 Holland - Frakkland
þriðjudagur 25. júní
16:00 Holland - Austurríki
16:00 Frakkland - Pólland
Sjá einnig:
Spáin fyrir A-riðil á EM: Mun pressan fara alveg með þá?
Spáin fyrir B-riðil á EM: Hvaða menn eru þetta eiginlega?
Spáin fyrir C-riðil á EM: Baulaðir af velli í kveðjupartýinu
Allir riðlarnir á EM skoðaðir með Gunna Birgis og Jóa Ástvalds
1. Frakkland
Staða á heimslistanum: 2
Eins og á síðustu stórmótum þá er franska liðið ógnarsterkt og fyrirfram eru þeir líklegastir til að fara alla leið, kannski ásamt Englendingum. Frakkar eru með það öfluga leikmenn að þeir gætu örugglega stillt upp fimm sterkum liðum sem gætu farið langt í þessu móti. Leikmenn eins og Malo Gusto, Jean-Clair Todibo, Michael Olise, Christopher Nkunku og Moussa Diaby þurfa bara að sitja heima og horfa á þetta mót. Olise? Það var bara ekkert pláss fyrir hann. Frakkarnir eru alveg gríðarlega sterkir en eru samt að glíma við svipuð vandamál og Englendingar, að vörnin er ekki alveg kannski búin að tengjast nægilega vel. Erum við í alvöru að fara að sjá William Saliba byrja á bekknum?
Þjálfarinn: Didier Deschamps
Það var talað um það eftir HM í Katar að Deschamps myndi hverfa á braut og talað var um Zinedine Zidane, en annað kom á daginn. Deschamps framlengdi samning sinn til 2026 og kemur til með að stýra liðinu á næstu tveimur stórumótum, að minnsta kosti. Deschamps hefur skilað mjög flottu starfi með franska landsliðið síðustu tólf þar árin og þar stendur auðvitað upp úr heimsmeistaratitill árið 2018.
Lykilmaður: Kylian Mbappe
Það er auðvelt að færa rök fyrir því að Mbappe sé besti fótboltamaður í heimi. Hann elskar líka að spila með landsliðinu og er búinn að skora 47 mörk í 79 landsleikjum þrátt fyrir að vera bara 25 ára. Muniði eftir frammistöðu hans í úrslitaleik HM 2022? Það er líklega ein besta einstaklingsframmistaða sögunnar en samt dugði hún ekki til sigurs. Það var ótrúlegt. Mbappe skrifaði nýverið undir samning við Real Madrid og verður gaman að fylgjast með honum í spænsku höfuðborginni eftir HM.
Fylgist með: Warren Zaïre-Emery
Að komast í þetta franska landslið þegar þú ert þetta ungur, það er bara ákveðið afrek út af fyrir sig. Þetta er bara næsti Kante eða Makelele; þessi leikmaður er að fara vera á miðju Frakka næstu 14 til 16 árin. Átján ára leikmaður sem byrjaði 21 leik fyrir frönsku meistarana í PSG og var geggjaður þar sem hann skoraði einnig tvö mörk og lagði upp þrjú. Verður fróðlegt að sjá hvaða hlutverk hann fær í franska liðinu.
2. Holland
Staða á heimslistanum: 7
Hollendingar hafa litið bara býsna vel út í aðdraganda mótsins, liða best jafnvel. Þeir pökkuðu okkur Íslendingum saman í Rotterdam í gær og það fyllir liðið eflaust bjartsýni í flugvélinni til Þýskalands. En er ástæða til bjartsýni? Hollendingar hafa verið að glíma við meiðsli í aðdraganda mótsins. Frenkie de Jong, ein af stjörnum liðsins, verður ekki með og það sama má segja um Teun Koopmeiners, miðjumann Atalanta á Ítalíu, sem hefði annars líklega byrjað. Hollendingar lentu í vandræðum í undankeppninni og voru tæpir á því að komast beint inn á mótið, en það tókst. Þetta er langt frá því að vera sterkasta hollenska landslið sögunnar en hópurinn virðist mjög samheldinn og það verður að vera þannig ef liðið ætlar sér langt.
Þjálfarinn: Ronald Koeman
Koeman er reynslumikill þjálfari sem var frábær leikmaður á sínum tíma. Hann er núna að stýra hollenska landsliðinu í annað sinn en fyrst stýrði hann frá 2018 til 2020. Þá tók hann við Barcelona en það gekk nú lítið þar upp hjá honum. Hann er núna að fara að stýra hollenska landsliðinu í fyrsta sinn á stórmóti og verður gaman að sjá hvernig það fer.
Lykilmaður: Virgil van Dijk
Langmikilvægasti leikmaður Hollands er Rolls Royce kagginn í vörninni. Er leiðtogi liðsins innan sem utan vallar og þeirra besti fótboltamaður. Átti frábært tímabil með Liverpool og er aftur orðinn einn besti varnarmaður í heimi eftir að hafa gengið í gegnum erfið meiðsli. Allt sem hann gerir virðist vera svo auðvelt; hann lætur það líta út fyrir að vera þannig.
Fylgist með: Xavi Simons
Var orðin barnastjarna hjá Barcelona mjög ungur með áberandi hár og héldu margir það yrði ekkert úr þessum strák - hann yrði bara barnastjarna og ekkert meira - en hann hefur heldur betur afsannað það. Átt tvö mögnuð tímabil með PSV og Leipzig á láni frá PSG og má búast við honum í lykilhlutverki hjá Hollandi. Spilar framarlega á vellinum og getur galdrað hluti upp úr engu. Skoraði sitt fyrsta landsliðsmark gegn Íslandi í gær.
3. Austurríki
Staða á heimslistanum: 25
Austurríkismenn hafa litið vel út frá því Ralf Rangnick tók við liðinu. Það hefur verið stöðug þróun í rétta átt og það var mikil gleði þegar liðinu tókst að tryggja sig beint inn á Evrópumótið. En svo komu höggin. David Alaba, þeirra besti maður, meiddist alvarlega og verður ekki með á mótinu. Það sama má segja um Xaver Schlager, sem spilaði mikilvægt hlutverk á miðsvæðinu. Eitt er víst er að þetta austurríska lið mun hlaupa og berjast. Þeir munu pressa og þeir munu gera andstæðingunum lífið leitt. Væntingarnar urðu talsvert minni eftir meiðsli Alaba en kannski koma þeir á óvart.
Þjálfarinn: Ralf Rangnick
Átti að fara inn í hlutverk sem ráðgjafi Manchester United en var búinn að tala svo mikið opinskátt um vandræði félagsins í starfi sínu sem bráðabirgðarstjóri að eigendur félagsins fögnuðu því örugglega dátt þegar hann tók við sem landsliðsþjálfari Austurríkis í apríl 2022. Hann virðist henta fullkomlega fyrir þetta lið og hans stíll passar vel fyrir leikmennina. Eins og fólk veit kannski, þá elskar hann að pressa og stjórna leikjum. Stuðningsmenn austurríska landsliðsins dýrka Rangnick og voru fegnir þegar hann neitaði stórliði Bayern München rétt fyrir mót. Að sjá hvernig Rangnick mun takast upp með vænbrotnu Austurríkisliði verður eitt það áhugaverðasta á þessu Evrópumóti.
Lykilmaður: Marcel Sabitzer
Þegar Alaba er ekki með, þá er Sabitzer mikilvægasti leikmaður liðsins og hann þarf að taka aukna ábyrgð. Fann sig ekki hjá Bayern München né Manchester United. Var keyptur til Borussia Dortmund síðasta sumar og átti þar frábært tímabil þar sem hann hjálpaði liðinu að komast í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Hann er ekki sá háværasti utan vallar og stelur ekki fyrirsögnunum með orðum sínum, en innan vallar gerir hann gæfumuninn.
Fylgist með: Marko Arnautovic
Er orðinn 35 ára gamall og er bæði markahæstur- og leikjahæstur í austurríska hópnum. Er gríðarlega sterkur í teignum og getur pússað skotfótinn. Er líka alveg líklegur til að gera eitthvað heimskulegt og því er gaman að fylgjast með honum.
4. Pólland
Staða á heimslistanum: 28
Pólverjar misstu líklega andann í nokkrar sekúndur í gærkvöldi þegar Robert Lewandowski, þeirra langstærsta stjarna, fór meiddur af velli í síðasta æfingaleiknum fyrir Evrópumótið. Núna hefur komið í ljós að hann er með rifinn vöðva í lærinu. Pólverjar ætla að gera allt svo hann geti spilað í öðrum leiknum í mótinu, en útlitið er ekki gott. Mögulega spilar hann ekkert með. Ef svo verður, þá eru möguleikar Póllands á að gera eitthvað á þessu móti orðnir talsvert minni. Póllandi gekk hörmulega í undankeppninni og tapaði meðal annars gegn Moldóvu. Þeir komust í gegnum umspilið en væntingarnar í Póllandi eru í lágmarki. Pólska liðið er leiðinlegt og fyrirsjáanlegt, en þeir munu berjast. Hvort það dugi þeim í þessu dauðariðli er afar ólíklegt.
Þjálfarinn: Michal Probierz
Fernando Santos, maðurinn sem stýrði Portúgal til sigurs á EM 2016, hóf undankeppnina fyrir þetta mót sem þjálfari Póllands en það gekk ömurlega með hann við stjórnvölinn. Hann stýrði liðinu í tapi gegn Moldóvu og var harðlega gagnrýndur. Santos var á endanum rekinn áður en undankeppnin kláraðist. Michal Probierz var ráðinn í staðinn en hann og Cezary Kulesza, forseti pólska sambandsins, eru góðir vinir. Hann þétti vörnina og kom liðinu á mótið. Þjálfaraferill hans er fullur af hæðum og lægðum en hann er líklega þekktastur fyrir tíma sinn hjá Jagiellonia Bialystok þar sem hann gerði afar vel.
Lykilmaður: Robert Lewandowski
Hvað munu þeir gera án Lewandowski? Ef hann getur ekkert tekið þátt, þá sér maður Pólland alls ekki gera mikið. Er einn besti markaskorari samtímans og er vinsælasti Pólverji í heimi þó tennisdrottningin Iga Swiatek sé að nálgast hann. Leikur með Barcelona og var þar áður hjá Bayern München. Það vita allir hvaða ógn stafar af Lewandowski í teignum og þjálfarar andstæðingana horfa yfirleitt bara á hann þegar þeir mæta Póllandi.
Fylgist með: Krzysztof Piatek og Karol Swiderski
Þurfa að taka meiri ábyrgð í fjarveru Lewandowski. Alls ekki lélegir leikmenn. Piatek spilar með Istanbul Basaksehir í Tyrklandi en hann var áður hjá Hertha Berlín og AC Milan. Swiderski spilar þá með Hellas Verona á Ítalíu. Þeir hafa samtals skorað 22 landsliðsmörk á meðan Lewandowski hefur gert 82, en þeir þurfa að standa sig í fjarveru hans.
Leikjadagskrá
sunnudagur 16. júní
13:00 Pólland - Holland
mánudagur 17. júní
19:00 Austurríki - Frakkland
föstudagur 21. júní
16:00 Pólland - Austurríki
19:00 Holland - Frakkland
þriðjudagur 25. júní
16:00 Holland - Austurríki
16:00 Frakkland - Pólland
Sjá einnig:
Spáin fyrir A-riðil á EM: Mun pressan fara alveg með þá?
Spáin fyrir B-riðil á EM: Hvaða menn eru þetta eiginlega?
Spáin fyrir C-riðil á EM: Baulaðir af velli í kveðjupartýinu
Athugasemdir