Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   mán 13. júlí 2020 21:25
Ester Ósk Árnadóttir
Almarr: Þýðir ekki að gera þetta með hangandi hendi
Mynd: Hulda Margrét
„ Nei alls ekki. Við ætlum alltaf að vinna heimaleiki, ég er ekki að segja að við höfum átt meira skilið út úr leiknum en ég er alls ekki sáttur," sagði Almarr Ormarsson, fyrirliði KA, spurður út í hvort hann væri sáttur við jafnteflið við Fjölni á heimavelli í dag.

Lestu um leikinn: KA 1 -  1 Fjölnir

„ Mér fannst spilamennskan mjög döpur og eins og ég segi ég er ekki viss um að við höfum átt mikið meira skilið út úr þessu en við þurfum að gera miklu betur en þetta það er klárt."

Það var mikið af háum boltum á báða bóga í leiknum í dag.

„ Það segir ýmislegt að það líti þannig út því það er alls ekki uppleggið. Við æfum okkur að spila boltanum. Við viljum halda boltanum og við getum það alveg en við verðum alltof tense á boltann. Það endar í löngum boltum og þessir boltar eru ekki að hjálpa okkur mjög mikið. Það er undir okkur leikmönnum komið að breyta því að. Koma því inn á völlinn sem við erum að leggja upp með því þetta var ekki það."

KA er með þrjú stig úr fimm leikjum og eru í 11 sæti.

„ Þrjú stig úr þessum fimm leikjum er of lélegt. Ég sagði eftir síðasta leik tvö stig væri alltof lélegt og þrjú stig er ekki mikið betra eftir fimm leiki. Við þurfum að fara að rífa okkur upp ef við ætlum að gera eitthvað í þessari deild."

Grótta kemur í heimsókn á Greifavöllinn á laugardaginn.

„ Við viljum ná í þrjú stig á móti öllum liðum hér á heima. Grótta er búið að sýna það að þeir eru sprækir. Við þurfum bara að gjöra svo vel og mæta í þann leik, þýðir ekki að gera þetta með hangandi hendi."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner