Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
   mán 13. júlí 2020 21:25
Ester Ósk Árnadóttir
Almarr: Þýðir ekki að gera þetta með hangandi hendi
Mynd: Hulda Margrét
„ Nei alls ekki. Við ætlum alltaf að vinna heimaleiki, ég er ekki að segja að við höfum átt meira skilið út úr leiknum en ég er alls ekki sáttur," sagði Almarr Ormarsson, fyrirliði KA, spurður út í hvort hann væri sáttur við jafnteflið við Fjölni á heimavelli í dag.

Lestu um leikinn: KA 1 -  1 Fjölnir

„ Mér fannst spilamennskan mjög döpur og eins og ég segi ég er ekki viss um að við höfum átt mikið meira skilið út úr þessu en við þurfum að gera miklu betur en þetta það er klárt."

Það var mikið af háum boltum á báða bóga í leiknum í dag.

„ Það segir ýmislegt að það líti þannig út því það er alls ekki uppleggið. Við æfum okkur að spila boltanum. Við viljum halda boltanum og við getum það alveg en við verðum alltof tense á boltann. Það endar í löngum boltum og þessir boltar eru ekki að hjálpa okkur mjög mikið. Það er undir okkur leikmönnum komið að breyta því að. Koma því inn á völlinn sem við erum að leggja upp með því þetta var ekki það."

KA er með þrjú stig úr fimm leikjum og eru í 11 sæti.

„ Þrjú stig úr þessum fimm leikjum er of lélegt. Ég sagði eftir síðasta leik tvö stig væri alltof lélegt og þrjú stig er ekki mikið betra eftir fimm leiki. Við þurfum að fara að rífa okkur upp ef við ætlum að gera eitthvað í þessari deild."

Grótta kemur í heimsókn á Greifavöllinn á laugardaginn.

„ Við viljum ná í þrjú stig á móti öllum liðum hér á heima. Grótta er búið að sýna það að þeir eru sprækir. Við þurfum bara að gjöra svo vel og mæta í þann leik, þýðir ekki að gera þetta með hangandi hendi."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner