Fimm stór félög að eltast við Semenyo - Man Utd í viðræðum um nítján ára miðjumann - Arsenal hefur áhuga á leikmanni AC Milan
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
banner
   mán 13. júlí 2020 21:25
Ester Ósk Árnadóttir
Almarr: Þýðir ekki að gera þetta með hangandi hendi
Mynd: Hulda Margrét
„ Nei alls ekki. Við ætlum alltaf að vinna heimaleiki, ég er ekki að segja að við höfum átt meira skilið út úr leiknum en ég er alls ekki sáttur," sagði Almarr Ormarsson, fyrirliði KA, spurður út í hvort hann væri sáttur við jafnteflið við Fjölni á heimavelli í dag.

Lestu um leikinn: KA 1 -  1 Fjölnir

„ Mér fannst spilamennskan mjög döpur og eins og ég segi ég er ekki viss um að við höfum átt mikið meira skilið út úr þessu en við þurfum að gera miklu betur en þetta það er klárt."

Það var mikið af háum boltum á báða bóga í leiknum í dag.

„ Það segir ýmislegt að það líti þannig út því það er alls ekki uppleggið. Við æfum okkur að spila boltanum. Við viljum halda boltanum og við getum það alveg en við verðum alltof tense á boltann. Það endar í löngum boltum og þessir boltar eru ekki að hjálpa okkur mjög mikið. Það er undir okkur leikmönnum komið að breyta því að. Koma því inn á völlinn sem við erum að leggja upp með því þetta var ekki það."

KA er með þrjú stig úr fimm leikjum og eru í 11 sæti.

„ Þrjú stig úr þessum fimm leikjum er of lélegt. Ég sagði eftir síðasta leik tvö stig væri alltof lélegt og þrjú stig er ekki mikið betra eftir fimm leiki. Við þurfum að fara að rífa okkur upp ef við ætlum að gera eitthvað í þessari deild."

Grótta kemur í heimsókn á Greifavöllinn á laugardaginn.

„ Við viljum ná í þrjú stig á móti öllum liðum hér á heima. Grótta er búið að sýna það að þeir eru sprækir. Við þurfum bara að gjöra svo vel og mæta í þann leik, þýðir ekki að gera þetta með hangandi hendi."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner