Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 13. júlí 2020 09:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
McGrath meiddist með 2. flokki - Með gegn KA?
Kieran McGrath og Ágúst Gylfason.
Kieran McGrath og Ágúst Gylfason.
Mynd: Grótta
Skotinn Kieran McGrath var ekki með Gróttu í gær þegar liðið tapaði 4-0 fyrir ÍA vegna meiðsla.

McGrath er sóknarmaður sem kom til Gróttu á lokadegi félagaskiptagluggans. Grótta skipaði hann í sóttkví en núna er hann búinn með hana.

McGrath, sem er 19 ára, var á bekknum hjá 2. flokki síðastliðið föstudagskvöld. Hann kom inn á þar og skoraði mark. Hann meiddist hins vegar líka í leiknum.

„Þetta eru léttvæg meiðsl og við reiknum með að hann verði kominn fljótlega inn," sagði Ágúst Gylfason, þjálfari Gróttu, í viðtali eftir tapið gegn Skagamönnum í gær.

Næsti leikur Gróttu er við KA á Akureyri næstkomandi laugardag. Spurning er hvort McGrath verði með þar.
Ágúst: Við bara mættum ekki til leiks
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner