Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
   þri 13. júlí 2021 17:30
Elvar Geir Magnússon
Joao Mario til Benfica (Staðfest)
Joao Mario.
Joao Mario.
Mynd: EPA
Benfica hefur fengið portúgalska miðjumanninn Joao Mario á frjálsri sölu.

Joao Mario náði samkomulagi við Inter um riftun á samningi og er nú opinberlega orðinn leikmaður Benfica.

Þessi 28 ára leikmaður var hjá Sporting Lissabon á lánssamningi á síðasta tímabili og hjálpaði liðinu að vinna portúgalska meistaratitilinn.

Sporting vonaðist til að fá leikmanninn alfarið en hann valdi að semja við Benfica.
Athugasemdir
banner