Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
   þri 13. júlí 2021 22:14
Ívan Guðjón Baldursson
PSG sagt hafa áhuga á Berglindi
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Berglind Björg Þorvaldsdóttir, sóknarmaður Le Havre í Frakklandi, er líklegast á förum frá Le Havre eftir að félagið féll niður í B-deildina.

Óljóst var hvort Le Havre myndi falla en ákvörðunin var tekin í dag.

Berglind skoraði aðeins 5 mörk í 18 leikjum með Le Havre en þótti vera meðal bestu leikmanna liðsins og vakti athygli á sér.

Orri Rafn Sigurðarson greinir frá því að ríkjandi Frakklandsmeistarar PSG séu meðal áhugasamra félaga sem vilja nýta krafta Berglindar.

Berglind hefur leikið með AC Milan, Verona og PSV Eindhoven í Evrópu. Hún er 29 ára gömul og á 52 leiki að baki fyrir landsliðið.


Athugasemdir
banner
banner