Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 13. júlí 2021 19:06
Ívan Guðjón Baldursson
Sancho er í læknisskoðun hjá Man Utd
Mynd: Getty Images
Sky Sports greinir frá því að Jadon Sancho er staddur í Manchester þessa stundina þar sem hann er að gangast undir læknisskoðun hjá Man Utd.

Rauðu djöflarnir eru að kaupa Sancho af Borussia Dortmund fyrir 73 milljónir punda. Sancho er aðeins 21 árs gamall en hefur verið lykilmaður í liði Dortmund undanfarin ár, þar sem hann er stoðsendingakongur auk þess að skora mark í þriðja hverjum leik.

Sancho ólst upp hjá Manchester City en fór til Dortmund þar sem hann vildi fá spiltíma sem bauðst ekki hjá City.

Sancho fékk spiltímann, lét ljós sitt skína og er núna tilbúinn fyrir næsta skref ferilsins.

Sancho var í landsliðshópi Englendinga sem fékk silfurverðlaun á EM. Hann kom inn í framlengingu úrslitaleiksins gegn Ítalíu og brenndi af í vítaspyrnukeppninni.
Athugasemdir
banner
banner