Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 13. júlí 2021 19:22
Ívan Guðjón Baldursson
Víkingur Ó. fær argentínskan miðjumann (Staðfest)
Lengjudeildin
Mynd: Víkingur Ó.
Víkingur Ólafsvík er búið að tilkynna komu nýs leikmanns sem á að hjálpa liðinu í botnbaráttu Lengjudeildarinnar. Hann er frá Argentínu en hefur leikið í neðri deildum Spánar undanfarinn áratug.

Hann heitir Juan Jose Duco og er fjölhæfur miðjumaður sem getur einnig leikið í vörninni.

Juan er 27 ára gamall og var meðal annars liðsfélagi Jose Amat í neðri deildum spænska boltans, en Jose samdi einnig við Víking á dögunum.

„Duco er kominn til landsins og ætti að vera löglegur með liðinu gegn Aftureldingu á fimmtudag. Við bjóðum hann velkominn til Ólafsvíkur," segir í færslu á Facebook síðu Víkings.

„Einnig þökkum við umboðsmanni hans Alberto Larrea fyrir gott samstarf í ferlinu."

Víkingur er með tvö stig eftir ellefu umferðir og þarf heldur betur að rétta úr kútnum á seinni hluta tímabils. Liðið er sjö stigum frá öruggu sæti eftir hálft tímabil.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner