Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
Sölvi Geir: Ætla að vona að þetta sé að einhverju leyti vellinum að kenna
Haraldur Einar: Vaknaði ferskur og Írksir dagar
Davíð Smári ósáttur með stóra ákvörðun - „Ofboðslega sorglegt"
Rúnar Kristins: Ég skaut fastar en hann bæði með hægri og vinstri
Valsmenn fengu góðan stuðning á Ísafirði - „Það skiptir máli"
Freysi Sig: Hinn Hornfirski Messi
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
Bjarni Jó: Sagði að nú vilja Gummi Tóta, Sævar Gísla og allir koma
Haraldur Freyr: Réðum öllu á vellinum
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
   lau 13. júlí 2024 16:49
Stefán Marteinn Ólafsson
Gunnar Heiðar: Sýnum það í úrslitum og stigasöfnun að við erum að gera eitthvað rétt
Lengjudeildin
Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkinga
Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkinga
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Njarðvíkingar heimsóttu Dalvík/Reyni á Dalvíkurvöllinn í dag þegar 12.umferð Lengjudeildarinnar hélt áfram göngu sinni. 

Njarðvíkingar vonuðust til þess að komast aftur á sigurbraut gegn botnliði deildarinnar en urðu að láta sér stigið nægja.


Lestu um leikinn: Dalvík/Reynir 0 -  0 Njarðvík

„Svekkjandi. Virkilega. Mér fannst við gera nóg til þess að vinna hérna í dag. Það voru við sem vorum að skapa færin og voru við sem vorum að þrýsta á þá þó svo að vindurinn hafi svo hjálpað okkur í seinni hálfleik þá vorum við fannst mér betri í fyrri líka." Sagði Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkur eftir leikinn í dag.

„Við töluðum um það í hálfleik að þetta gæti orðið þolinmæðisverk og mér fannst við gera eiginlega allt til þess að vinna þennan leik og það eina sem vantaði vara bara að setja boltann inn í markið. Sumir dagar eru svona og því miður var þessi dagur í dag fyrir okkur." 

Eftir frábæra byrjun á mótinu hafa Njarðvíkingar aðeins sótt tvö stig úr síðustu fjórum leikjum sínum en Gunnari Heiðar finnst hans lið þó ekki vera að lenda á einhverjum vegg núna. 

„Nei, mér finnst ekki. Það er auðvitað allt öðruvísi hrynjandi í þessu núna í ár heldur en í fyrra. Maður hefur ekkert unnið marga leiki í fyrra og auðvitað gerum við það hérna fyrri part móts og fyrir mér er þetta bara vinna. Þetta er bara vinna, vinna, vinna."

„Við erum að vinna í rétta átt finnst mér. Við sýnum það hérna á vellinum og sýnum það í úrslitum hjá okkur og stigasöfnun að við erum að gera eitthvað rétt en það þarf að halda áfram. Þetta er ekkert komið, við megum ekki halda að það sem að við erum búnir að gera haldist bara áfram sjálfkrafa. Við náðum í þetta og unnum fyrir þessu og það er eitthvað sem við þurfum að halda áfram að gera. Vinna fyrir þessu því ef við gerum það þá erum við mjög flottir og þá náum við líka í þessi stig sem að við þurfum."

Nánar er rætt við Gunnar Heiðar Þorvaldsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner