Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 13. ágúst 2020 20:45
Aksentije Milisic
Juventus blandar sér í baráttuna um Partey
Mynd: Getty Images
Arsenal hefur fengið samkeppni frá Juventus um að fá Thomas Partey til liðs við sig. Partey er þá sagður mjög áhugasamur um að ganga til liðs við Ítalíumeistaranna.

Þessi 27 ára leikmaður hefur verið orðaður við Arsenal en talið er að félagi sé ekki reiðubúið til þess að greiða 50 milljóna punda klásúluna sem er í samningi hans. Arsenal bauð 22,5 milljónir punda auk Matteo Guendouzi en því var hafnað.

Nú hefur Juventus blandað sér í baráttuna en fjölmiðlar á Ítalíu segja að leikmaðurinn sjálfur hafi mikinn áhuga á að ganga til liðs við liðið.

Blaise Matuidi gekk í raðir Inter Miami í þessari viku og vill nýr þjálfari liðsins, Andrea Pirlo, fá Partey til að fylla í hans skarð og spila með Arthur og Rodrigo Bentancur á miðjunni.

Partey hefur spilað 129 leiki fyrir Atletico Madrid frá árinu 2015 og skorað 12 mörk.
Athugasemdir
banner
banner