FH hefur styrkt sig fyrir lokakafla tímabilsins en finnski bakvörðurinn Anna Nurmi er komin til félagsins frá Breiðabliki.
Breiðablik fékk Önnu frá Åland United fyrir tímabilið en hún gerði 3 mörk í 26 leikjum í finnsku deildinni á síðustu leiktíð.
Í sumar hefur hún komið við sögu í fimmtán leikjum með Blikum í Bestu deildinni en auk þess hefur hún spilað þrjá leiki í Mjólkurbikarnum og skorað eitt mark.
Anna er nú búin að fá félagaskipti yfir í FH fyrir síðari hlutann en hún verður klár í slaginn er FH mætir Val í deildini þann 25. ágúst.
FH-ingar eru í 5. sæti deildarinnar með 22 stig þegar tveir leikir eru eftir af hefðbundinni tveggja umferða deild en eftir það er deildinni skipt í tvo riðla.
Athugasemdir