Liverpool hefur áhuga á Gomes - Yamal fær nýjan samning - Sean Dyche íhugar markvarðarbreytingu
   þri 13. ágúst 2024 11:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Wan-Bissaka í West Ham (Staðfest)
Aaron Wan-Bissaka.
Aaron Wan-Bissaka.
Mynd: West Ham
Hægri bakvörðurinn Aaron Wan-Bissaka er genginn í raðir West Ham frá Manchester United. Verið var að staðfesta þessi félagaskipti.

West Ham borgar um 15 milljónir punda fyrir Wan-Bissaka. Hann skrifar undir sjö ára samning við Lundúnafélagið.

Wan-Bissaka er 26 ára gamall en hann gekk til liðs við United frá Crystal Palace árið 2019 og lék 190 leiki fyrir félagið.

„Það var engin spurning fyrir mig að ganga í raðir West Ham. Ég er spenntur og ánægður að vera hérna," sagði Wan-Bissaka eftir félagaskiptin.

Tim Steidten, yfirmaður fótboltamála hjá West Ham, er hæstánægður með kaupin. „Aaron er nákvæmlega sú týpa af leikmanni sem við erum að reyna að fá til félagsins."

Wan-Bissaka mun klæðast treyju númer 29 hjá West Ham.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner